Vill að atvinnulífið taki sinn skerf einnig

Fjárlög 2024 | 13. september 2023

Vill að atvinnulífið taki sinn skerf líka

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Alþýðusambands Íslands, segir að fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í gær sé ósköp svipað og búið var að boða.

Vill að atvinnulífið taki sinn skerf líka

Fjárlög 2024 | 13. september 2023

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Alþýðusambands Íslands, segir að fjárlagafrumvarpið …
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Alþýðusambands Íslands, segir að fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í gær sé ósköp svipað og búið var að boða. Samsett mynd

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Alþýðusambands Íslands, segir að fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í gær sé ósköp svipað og búið var að boða.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Alþýðusambands Íslands, segir að fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í gær sé ósköp svipað og búið var að boða.

Í samtali við mbl.is segir hann stuttu útgáfuna þá að það sé eiginlega ekkert að frétta í frumvarpinu.

Skilar sér ekki til heimilanna

„Það sem við horfum helst á eru þær álögur sem verið er að leggja á almenning. Við hefðum mjög gjarnan viljað sjá tekjuhliðina öðruvísi, að atvinnulífið hefði fengið að taka sinn skerf einnig.“

Segir hann að ASÍ komi til með að kynna útfærðari tillögur en þær séu ekki tilbúnar í augnablikinu.

Finnbjörn segir að einstaka liðir í frumvarpinu séu allt í lagi en mikið til séu álögurnar að koma á almenning og tekur Finnbjörn undir orð þeirra sem segja að fjárlögin muni ekki skila sér til heimilanna eins og frumvarpið sé sett fram.

mbl.is