„Það er mikill máttur í hagerfinu og fylgifiskur þess birtist óhjákvæmilega í spennu í hagkerfinu, verðbólgu og vaxtahækkunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi á á Alþingi í morgun.
„Það er mikill máttur í hagerfinu og fylgifiskur þess birtist óhjákvæmilega í spennu í hagkerfinu, verðbólgu og vaxtahækkunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi á á Alþingi í morgun.
„Það er mikill máttur í hagerfinu og fylgifiskur þess birtist óhjákvæmilega í spennu í hagkerfinu, verðbólgu og vaxtahækkunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi á á Alþingi í morgun.
Fjárlögin verða rædd í dag, en að venju hefst umræðan á kynningu fjármálaráðherra og í framhaldinu taka aðrir þingmenn við og lýsa skoðun sinni á frumvarpinu eða spyrja ráðherra spurninga.
Það kenndi ýmissa grasa í ræðu Bjarna, enda ræddi hann fjárlögin í rúman hálftíma. Hann nefndi stuðning við íbúðauppbyggingu sem verði tvöfaldaður og svarar meðal annars gagnrýni þeirra þingmanna sem bentu á að í fjárlagafrumvarpinu komi fram 111 milljarða króna vaxtagjöld.
„111 milljarðar í vaxtagjöld í fjárlagafrumvarpinu þá er mikilvægt að gera grein fyrir því að á bak við þessa tölu eru ýmsar reiknaðar stærðir og verðbætur sem ekki koma til gjalda á næsta ári – greidd vaxtagjöld á næsta ári eru umtalsvert lægri, eða 58,8 milljarðar, ekki 111,“ sagði Bjarni.
„Samandregið eru skilaboðin mín þau að okkar áætlanir til þessa hafa gengið vel upp og betur en við leyfðum okkur að vona.“