Íranskar öryggissveitir handtóku föður Möshu Amini fyrir utan heimili hans í dag. Hann hefur þó verið látinn laus. Reuters greinir frá.
Íranskar öryggissveitir handtóku föður Möshu Amini fyrir utan heimili hans í dag. Hann hefur þó verið látinn laus. Reuters greinir frá.
Íranskar öryggissveitir handtóku föður Möshu Amini fyrir utan heimili hans í dag. Hann hefur þó verið látinn laus. Reuters greinir frá.
Í dag er eitt ár síðan hin 22 ára Masha Amini lést í kjölfar handtöku sem framkvæmd var vegna brots hennar á ströngum reglum Írana um notkun hijab-slæðu. Amini var í haldi lögreglu í um tvær klukkustundir, en var lögð inn á spítala í kjölfarið þar sem hún lést vegna höfuðáverka.
Í kjölfar andláts hennar brutust út hörð mótmæli gegn klerkastjórninni. Stjórninni var harðlega mótmælt í Íran, en einnig út um allan heim.
Um tíma var gert ótímabundið hlé á eftirlitsaðgerðum siðferðislögreglunnar, en hlutverk hennar er að tryggja að konur hylji hár sitt og líkama lögum samkvæmt. Siðferðislögreglan hóf eftirlit sitt á ný í sumar.