Heiður Berglind Þorsteinsdóttir hefur alltaf haft áhuga á vélum og hvernig þær virka og sá alltaf fyrir sér að hún myndi enda í vélaverkfræði á háskólastigi. Hún ákvað þó að elta áhugann áður en þangað var komið og skráði sig í vélstjórnarnám í Tækniskólanum og hóf samhliða því sjósókn. Fyrst var Heiður Berglind á fiskiskipum en starfar nú sem vélstjóri á varðskipinu Þór og er ekki á leið í land í bráð, þó hefur hún ekki útilokað að það gæti komið að háskólanámi síðar.
Heiður Berglind Þorsteinsdóttir hefur alltaf haft áhuga á vélum og hvernig þær virka og sá alltaf fyrir sér að hún myndi enda í vélaverkfræði á háskólastigi. Hún ákvað þó að elta áhugann áður en þangað var komið og skráði sig í vélstjórnarnám í Tækniskólanum og hóf samhliða því sjósókn. Fyrst var Heiður Berglind á fiskiskipum en starfar nú sem vélstjóri á varðskipinu Þór og er ekki á leið í land í bráð, þó hefur hún ekki útilokað að það gæti komið að háskólanámi síðar.
Heiður Berglind Þorsteinsdóttir hefur alltaf haft áhuga á vélum og hvernig þær virka og sá alltaf fyrir sér að hún myndi enda í vélaverkfræði á háskólastigi. Hún ákvað þó að elta áhugann áður en þangað var komið og skráði sig í vélstjórnarnám í Tækniskólanum og hóf samhliða því sjósókn. Fyrst var Heiður Berglind á fiskiskipum en starfar nú sem vélstjóri á varðskipinu Þór og er ekki á leið í land í bráð, þó hefur hún ekki útilokað að það gæti komið að háskólanámi síðar.
Í ítarlegu viðtali í síðasta blaði 200 mílna segir Berglind Heiður meðal annars frá því að hún hafi samhliða vélstjórnarnámi unnið sem háseti og vélavörður á línuskipi.
„Ég hafði hugsað mér að fara í vélaverkfræði, margir með svona áhuga vilja fara í verkfræði. Ég ákvað að taka A-stigið í vélstjórn með stúdentsprófinu því það gæti verið góður grunnur að vélaverkfræðinni. En svo þegar ég fór að vinna við þetta og fór á sjó áttaði ég mig á því hvað ég hafði mikinn áhuga á verklegu hliðinni. Mér fannst líka dásamlegt að vera á sjó – það er æðisleg tilfinning – og hafði þá allt í einu meiri áhuga á því en að fara í vélaverkfræðina.“
En hvernig kom það til að þú fórst á sjó?
„Ég hringdi í alla skipstjóra á öllum mögulegum skipum sem ég gat fengið símanúmer hjá. Það var svolítið erfitt að fá fyrsta plássið. Það hringdi síðan í mig skipstjóri sem hafði fengið númerið mitt hjá öðrum skipstjóra sem ég hafði talað við og hann hafði misskilið og hélt að ég hefði farið áður í túr á hinu skipinu. Þegar ég mæti um borð í Fjölni GK þá fær hann að vita að ég er bara að mæta í fyrsta túr. Það gekk samt voðalega vel og ég fann ekkert fyrir sjóveiki.“
Berglind Heiður lætur ekki deigan síga þótt stífar kröfur séu gerðar til skipverja á fiskiskipum.
„Ég fór í einn túr að leysa af sem háseti á línuskipi sem ég hafði ekki farið á áður. Ég frétti að yfirmaðurinn minn þar hefði ekki viljað fá konu á sína vakt. Hann ákvað að senda mig neðst í skipið í að stafla beitunni á lyftu. Venjulega fara tveir í þetta, en hann sagði að ég ætti ekki að koma upp fyrr en ég væri búin að þessu. Þegar ég var búin fannst honum ég greinilega allt í lagi, þá var búið að prófa mig. Eftir þetta var þetta bara æðislegur túr,“ segir hún og hlær.
En um hvað snýst starf vélstjóra?
„Að vera vélstjóri á sjó snýst um að læra að redda sér. Ef eitthvað bilar þarf maður að finna leiðir til að laga það þótt maður sé ekki endilega með allt sem maður þarf. Ef það vantar eitthvað þarf maður kannski að smíða það sem mann vantar úr einhverju sem er kannski ekki neitt. Það þarf að finna út úr bilunum, þetta er hálfgerð þraut og þarf að vera mikil hugsun á bak við það sem maður gerir.“
En er ekki hætt við að maður slysist til að gera eitthvað sem virkar ekki?
„Það kemur alveg fyrir,“ svarar Heiður Berglind og hlær. „Þetta getur alveg reynt á þolinmæðina en það vegur upp á móti hvað það er gaman þegar gengur upp að laga eitthvað.“
Lesa má viðtalið í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.