Er slæmt að sofa í sokkum?

Heilsa og mataræði | 17. september 2023

Er slæmt að sofa í sokkum?

Rannsóknir benda til þess að það sé óheilnæmt að sofa í sokkum en talið er að um 18% fólks sofi í sokkum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna MattressNextDay. 

Er slæmt að sofa í sokkum?

Heilsa og mataræði | 17. september 2023

Það þarf að passa upp á ýmislegt ef maður er …
Það þarf að passa upp á ýmislegt ef maður er staðráðinn í að sofa í sokkum. Ljósmynd / Getty Images

Rann­sókn­ir benda til þess að það sé óheil­næmt að sofa í sokk­um en talið er að um 18% fólks sofi í sokk­um. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókna MattressNext­Day. 

Rann­sókn­ir benda til þess að það sé óheil­næmt að sofa í sokk­um en talið er að um 18% fólks sofi í sokk­um. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókna MattressNext­Day. 

„Sokk­arn­ir eru oft­ar en ekki skít­ugri en sjón­varps­fjar­stýr­ing­in og kló­settið. Í raun eru sokk­ar tvö­falt skít­ugri en kló­sett­set­an. Við tók­um sýni af mis­mun­andi sokka­pör­um og kom­umst að því að bakt­erí­ur grössuðu á sokk­um yfir dag­inn. Hver mann­eskja var í sömu sokk­un­um all­an dag­inn. Fóru í vinn­una í þeim, voru í þeim heima og í rækt­inni. Bara eins og geng­ur og ger­ist. Aðeins 30% þeirra sem sváfu reglu­lega í sokk­um fóru í hreina sokka fyr­ir hátt­inn,“ segja for­svars­menn rann­sókn­ar­inn­ar í viðtali við Body&Soul.

„Grein­ing­in leiddi í ljós ýms­ar svæsn­ar bakt­erí­ur sem gætu leitt til sýk­ing­ar sem gætu haft áhrif á önd­un­ar­veg eða jafn­vel þvagrás­ina. Þá er fólk lík­legra til þess að fá sveppa­sýk­ing­ar á fæt­urna séu þeir alltaf í sömu sveittu sokk­un­um. Fæt­urn­ir hafa um 250 þúsund svitakirtla þannig að þeir eru lík­leg­ir til þess að svitna mikið yfir dag­inn. Og þá meira á sumr­in.“

„Þeir sem eru hins veg­ar í hrein­um sokk­um uppi í rúmi eru sagðir sofa bet­ur og minna lík­leg­ir til þess að hrjóta.“

Þeir sem vilja endi­lega sofa í sokk­um ættu að hafa þessi ráð að leiðarljósi:
  1. Alltaf að vera í hrein­um sokk­um sem hafa ekki snert fæti á jörð.
  2. Alltaf skal þvo sokka á háum hita, að minnsta kosti 60 gráðum í þvotta­vél. Það hjálp­ar til við að drepa bakt­erí­ur og fjar­lægja erfiða bletti.
  3. Þvo reglu­lega rúm­föt, í takt við hversu mikið maður svitn­ar á nótt­unni. 
mbl.is