Fékk dróna og skotheld vesti frá Rússum

Norður-Kórea | 17. september 2023

Fékk dróna og skotheld vesti frá Rússum

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, yfirgaf Rússland í dag í brynvarinni lest sinni eftir sex daga heimsókn.

Fékk dróna og skotheld vesti frá Rússum

Norður-Kórea | 17. september 2023

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var leystur út með gjöfum áður …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var leystur út með gjöfum áður en hann hélt heim á leið. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, yfirgaf Rússland í dag í brynvarinni lest sinni eftir sex daga heimsókn.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, yfirgaf Rússland í dag í brynvarinni lest sinni eftir sex daga heimsókn.

Kim átti fundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og ýttu viðræður leiðtoganna undir ótta vestrænna ríkja um að Norður-Kórea sé reiðubúið að útvega Rússum vopn sem þeir geta notað í stríðinu við Úkraínu.

Þetta var fyrsta ferð leiðtogans frá Norður-Kóreu í fjögur ár en þeir Pútín ræddu saman í Vostochny-geim­ferðastöðinni, sem er í austurhluta landsins. Umræðuefni leiðtoganna, sem er vel til vina, var hernaðarsamvinna þjóðanna.

Kim Jong-un í heimsókn sinni.
Kim Jong-un í heimsókn sinni. AFP/Umhverfisráðuneyti Rússlands

Sækjast eftir samstarfi

Rússar hafa sóst eftir vopnum frá Norður-Kóreumönnum og á móti eru Rússar sagðir reiðbúnir að aðstoða Norður-Kóreu við þróun gervihnatta.

Rætt hefur verið um að aðal tilgangur heimsóknar Kim til Rússlands hafi verið vopnasölusamningar en leiðtogarnir létu hafa eftir sér að engir slíkir samningar hafi verið gerðir.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði í viðtali við rússneska ríkissjónvarpið í dag að Rússar muni sækjast eftir samstarfi við Norður-Kóreu þrátt fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna.

„Við boðuðum ekki refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, en það gerði öryggisráðið,“ sagði Lavrov.

Sergei Sjoígú og Kim Jong-un takast í hendur.
Sergei Sjoígú og Kim Jong-un takast í hendur. AFP/KCNA

Nýtt tímabil vináttu

Kim heimsótti einnig Vladívostok og átti þar fund með Sergei Sjoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, og áður en hann hélt af stað frá borginni voru honum afhentir fimm sprengjudrónar, njósnadrónar og skotheld vesti að gjöf frá landstjóra Primorye-héraðsins, sem liggur að Kína og Norður-Kóreu.

Norðurkóreska fréttastofan KCNA hefur lýst heimsókn Kim til Rússlands sem afar hlýlegri og að nýtt tímabil vináttu, samstöðu og samvinnu sé að hefjast á milli Norður-Kóreu og Rússlands.

Hinn dáði leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest frá Norður-Kóreu til …
Hinn dáði leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest frá Norður-Kóreu til Rússlands. AFP/KCNA
mbl.is