Snyrtivörurnar sem eru ekki þess virði

Förðunartrix | 17. september 2023

Snyrtivörurnar sem eru ekki þess virði

Breska sjónvarpsstjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Trinny Woodall segir að rétt húðumhriða skipti sköpun þegar kemur að því að viðhalda unglegu útliti og heilbrigðri húð.

Snyrtivörurnar sem eru ekki þess virði

Förðunartrix | 17. september 2023

Trinny Woodall framleiðir snyrtivörur sem slegið hafa í gegn.
Trinny Woodall framleiðir snyrtivörur sem slegið hafa í gegn. Skjáskot/Instagram

Breska sjón­varps­stjarn­an og snyrti­vöru­fram­leiðand­inn Trinny Woodall seg­ir að rétt húðum­hriða skipti sköp­un þegar kem­ur að því að viðhalda ung­legu út­liti og heil­brigðri húð.

Breska sjón­varps­stjarn­an og snyrti­vöru­fram­leiðand­inn Trinny Woodall seg­ir að rétt húðum­hriða skipti sköp­un þegar kem­ur að því að viðhalda ung­legu út­liti og heil­brigðri húð.

Sjálf hef­ur Woodall glímt við ýms­ar áskor­an­ir varðandi húðina sína en hún hef­ur verið gjörn á að fá ból­ur og er með mik­il ör eft­ir ból­ur á yngri árum. Þá komu ból­urn­ar aft­ur á stjá í kring­um breyt­ing­ar­skeiðið.

Woodall var að gefa út hand­bók­ina Fe­ar­less þar sem hún gef­ur ráð um það hvernig fólk get­ur lifað sínu besta lífi og látið ljós sitt skína. Þar má m.a. finna ráð um húðina.

Það sem hún mæl­ir ekki með:

„Micell­ar“ vatn: „Ef þú ert ein­hvers staðar þar sem þú get­ur ekki hreinsað húðina al­menni­lega þá mun „micell­ar“ vatn hjálpa með að ná efsta lagi förðun­ar­inn­ar af. En allt hitt sit­ur eft­ir eins og til dæm­is óhrein­indi eft­ir dag­inn og sól­ar­vörn­in. Jú, maður sér kannski óhrein­ind­in á bóm­ull­ar­skíf­un­um en það nær samt ekki þá góðu hreins­un sem húðin þarfn­ast.“

And­litsþurrk­ur: „Þetta er enn eitt dæmið um það sem á aðeins að nota í sárri neyð. And­litsþurrk­ur eru bara að dreifa óhrein­ind­un­um um and­litið og fjar­lægja aðeins ör­lítið af því. Svo eru þær slæm­ar fyr­ir um­hverfið.“

Kolla­gen krem: „Sam­eind­ir kolla­gens eru mjög stór­ar og munu ekki ná að kom­ast í gegn­um húðina. Við get­um notað peptíð og C-víta­mín til þess að styðja við kolla­gen fram­leiðslu og svo tekið inn kolla­gen bæti­efni en krem og ser­um eru ekki að fara að gera neitt fyr­ir þig.“

Það sem er ómiss­andi:

And­lits­hreins­ir: „Ég mæli með hreinsi í föstu formi sem bræðir í burt and­lits­farða og óhrein­indi af húðinni. Á kvöld­in þarf alltaf að hreinsa húðina tvisvar sinn­um.“

And­lits­sýra: „Hreins­andi sýr­ur eins og AHA, BHA og PHA hjálpa til við að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur og fá húðina til að ljóma.“

C-víta­mín ser­um: „Þetta er mik­il­væg­ur hluti allr­ar morg­un­rútín­unn­ar.

Retínól ser­um: „Ómiss­andi á kvöld­in.“

Rakakrem: „Það þarf að gæta þess að nota krem sem hent­ar þinni húðgerð.

Sól­ar­vörn SPF 30 eða 50: „Það skipt­ir ekki máli hversu göm­ul þú ert, þú verður að hafa sól­ar­vörn. Að minnsta kosti SPF 30 en helst 50. Þetta mun skipta sköp­un um út­lit húðar­inn­ar og hvernig húðin kem­ur til með að eld­ast.

View this post on In­sta­gram

A post shared by T R I N N Y (@trinnywoodall)



mbl.is