Breska sjónvarpsstjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Trinny Woodall segir að rétt húðumhriða skipti sköpun þegar kemur að því að viðhalda unglegu útliti og heilbrigðri húð.
Breska sjónvarpsstjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Trinny Woodall segir að rétt húðumhriða skipti sköpun þegar kemur að því að viðhalda unglegu útliti og heilbrigðri húð.
Breska sjónvarpsstjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Trinny Woodall segir að rétt húðumhriða skipti sköpun þegar kemur að því að viðhalda unglegu útliti og heilbrigðri húð.
Sjálf hefur Woodall glímt við ýmsar áskoranir varðandi húðina sína en hún hefur verið gjörn á að fá bólur og er með mikil ör eftir bólur á yngri árum. Þá komu bólurnar aftur á stjá í kringum breytingarskeiðið.
Woodall var að gefa út handbókina Fearless þar sem hún gefur ráð um það hvernig fólk getur lifað sínu besta lífi og látið ljós sitt skína. Þar má m.a. finna ráð um húðina.
„Micellar“ vatn: „Ef þú ert einhvers staðar þar sem þú getur ekki hreinsað húðina almennilega þá mun „micellar“ vatn hjálpa með að ná efsta lagi förðunarinnar af. En allt hitt situr eftir eins og til dæmis óhreinindi eftir daginn og sólarvörnin. Jú, maður sér kannski óhreinindin á bómullarskífunum en það nær samt ekki þá góðu hreinsun sem húðin þarfnast.“
Andlitsþurrkur: „Þetta er enn eitt dæmið um það sem á aðeins að nota í sárri neyð. Andlitsþurrkur eru bara að dreifa óhreinindunum um andlitið og fjarlægja aðeins örlítið af því. Svo eru þær slæmar fyrir umhverfið.“
Kollagen krem: „Sameindir kollagens eru mjög stórar og munu ekki ná að komast í gegnum húðina. Við getum notað peptíð og C-vítamín til þess að styðja við kollagen framleiðslu og svo tekið inn kollagen bætiefni en krem og serum eru ekki að fara að gera neitt fyrir þig.“
Andlitshreinsir: „Ég mæli með hreinsi í föstu formi sem bræðir í burt andlitsfarða og óhreinindi af húðinni. Á kvöldin þarf alltaf að hreinsa húðina tvisvar sinnum.“
Andlitssýra: „Hreinsandi sýrur eins og AHA, BHA og PHA hjálpa til við að fjarlægja dauðar húðfrumur og fá húðina til að ljóma.“
C-vítamín serum: „Þetta er mikilvægur hluti allrar morgunrútínunnar.
Retínól serum: „Ómissandi á kvöldin.“
Rakakrem: „Það þarf að gæta þess að nota krem sem hentar þinni húðgerð.
Sólarvörn SPF 30 eða 50: „Það skiptir ekki máli hversu gömul þú ert, þú verður að hafa sólarvörn. Að minnsta kosti SPF 30 en helst 50. Þetta mun skipta sköpun um útlit húðarinnar og hvernig húðin kemur til með að eldast.