Efling: Tilfærslur til heimila í sögulegu lágmarki

Fjárlög 2024 | 18. september 2023

Efling: Tilfærslur til heimila í sögulegu lágmarki

Efling stéttarfélag segir í umsögn sinni um frumvarp til fjárlaga næsta árs tilfærslur til heimilanna í sögulegu lágmarki.

Efling: Tilfærslur til heimila í sögulegu lágmarki

Fjárlög 2024 | 18. september 2023

Efling segir að þegar talsmenn ríkisstjórnarinnar tali um að fátækt …
Efling segir að þegar talsmenn ríkisstjórnarinnar tali um að fátækt fari minnkandi og að allir séu að gera það gott sé augljóslega um blekkingar að ræða. Samsett mynd/mbl.is

Efling stéttarfélag segir í umsögn sinni um frumvarp til fjárlaga næsta árs tilfærslur til heimilanna í sögulegu lágmarki.

Efling stéttarfélag segir í umsögn sinni um frumvarp til fjárlaga næsta árs tilfærslur til heimilanna í sögulegu lágmarki.

Segir í umsögninni að komið hafi fram í kynningu fjármálaráðherra á fjárlögunum að hagvöxtur sé með mesta móti hér á landi og skuldir ríkisins með minnsta móti í samanburði við nágrannaríki. Þá hafi komið fram að horfur séu áfram ágætar.

Þannig segir Efling að á Íslandi ríki mikið góðæri, hagnaður fyrirtækja sé í methæðum sem sé meðal annars vegna óhóflegra verðhækkana.

Sýndarhækkanir sem skila litlu sem engu

„Ríkisstjórnin talar um að hún vilji leggja eitthvað markvert til komandi kjarasamninga, með auknum tilfærslum til heimilanna. Þess sér hins vegar ekki merki í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024.

Þvert á móti verða tilfærslur til heimilanna í sögulegu lágmarki á komandi ári. Umtalaðar hækkanir barnabóta og vaxtabóta á síðustu árum eru að mestu sýndarhækkanir sem litlu sem engu hafa skilað.“

Efling segir í umsögn sinni að ríkisstjórnin segist vera að hækka bætur en þær hækkanir nái því sjaldnast að verðbæta þær.

Stóreigna- og hátekjufólki áfram hlíft

Segir þá að áfram sé stóreigna- og hátekjufólki hlíft í skattkerfinu með lægri álagningu á fjármagnstekjur en tíðkast á hinum Norðurlöndunum og lægri álagningu á hæstu atvinnutekjur en tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Bendir Efling þá á að engin merki séu um eðlilegri álagningu á auðlindanýtingu eða átak til að sporna gegn skattaundanskotum. Efling segir gjöld á almenning hins vegar muni hækka og að góðærið virðist ekki ætlað almennu launafólki og lífeyrisþegum, heldur fjárfestum og fyrirtækjastjórnendum.

„Mun fá tækifæri til að bæta um betur“

„Ríkisstjórnin mun fá tækifæri til að bæta um betur ef hún vill leggja eitthvað markvert til komandi kjarasamninga í vetur. Þar munu þó engar sýndarbætur duga,“ sem segir í umsögninni.

Í niðurlagi umsagnarinnar er sagt að nú þegar talsmenn ríkisstjórnarinnar tali um að fátækt fari minnkandi og að allir séu að gera það gott sé augljóslega um blekkingar að ræða.

mbl.is