Fjármögnun háskóla verður árangurstengd

Fjárlög 2024 | 18. september 2023

Fjármögnun háskóla verður árangurstengd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag breytingu á fjármögnun háskóla landsins. 

Fjármögnun háskóla verður árangurstengd

Fjárlög 2024 | 18. september 2023

Nýja kerfið leysir af hólmi fyrirkomulag sem byggir á reiknilíkani …
Nýja kerfið leysir af hólmi fyrirkomulag sem byggir á reiknilíkani frá árinu 1999 og er komið til ára sinna að mati Áslaugar Örnu. mbl.is/Eyþór

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag breytingu á fjármögnun háskóla landsins. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag breytingu á fjármögnun háskóla landsins. 

Nýja kerfið leysir af hólmi fyrirkomulag sem byggir á reiknilíkani frá árinu 1999 og er komið til ára sinna að mati Áslaugar Örnu.

Nýja fyrirkomulagið verður áþekkt því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum og verður fjármögnun árangurstengd, að því er segir í tilkynningu frá háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

38 milljörðum skipt í þrjá hluta

Alls verður úthlutað 38 milljörðum króna og skiptist úthlutunin í þrjá hluta. Stærsti hlutinn eða 60% af fjármagni verður merkt kennslu. Fjórðungi er varið í flokkinn samfélagslegt hlutverk og rannsóknarhlutinn verður 15%.  

Þrískipting eldra líkans var áður: Þreyttar einingar (65%), brautskráningar (5%) og rannsóknir og annað (30%).

Stærsta breytingin verður áhersla á loknar einingar í stað þess að leggja áherslu á hversu margir stundi nám að hverju sinni. Loknar einingar falla undir kennsluhluta nýja kerfisins og er 42% fjármagns varið í þann flokk.

Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 1,3 millj­arða króna aukn­ingu í rekstr­ar­fram­lög­um til efl­ing­ar há­skóla­stigs­ins.

mbl.is