Frekar ætti að skoða að fækka áfengisverslunum

Vín í verslanir | 19. september 2023

Frekar ætti að skoða að fækka áfengisverslunum

Fari það svo að áfengi verði selt í matvöruverslunum markar það gríðarlega stórt bakslag fyrir lýðheilsu þjóðarinnar.

Frekar ætti að skoða að fækka áfengisverslunum

Vín í verslanir | 19. september 2023

Frekar ætti að fækka vínbúðum, að mati læknis SÁÁ.
Frekar ætti að fækka vínbúðum, að mati læknis SÁÁ. mbl.is/Sigurður Bogi

Fari það svo að áfengi verði selt í matvöruverslunum markar það gríðarlega stórt bakslag fyrir lýðheilsu þjóðarinnar.

Fari það svo að áfengi verði selt í matvöruverslunum markar það gríðarlega stórt bakslag fyrir lýðheilsu þjóðarinnar.

Í stað þess að bæta aðgengi að áfengi ættum við þvert á móti að skoða hvort ekki megi fækka vínbúðum.

Þetta kom fram í máli Láru G. Sigurðardóttur, læknis hjá SÁÁ, á norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu á Grand hótel fyrr í dag.

Lára ásamt Maik Dünnbier frá alþjóðlegu forvarnarsamtökunum Movendi International.
Lára ásamt Maik Dünnbier frá alþjóðlegu forvarnarsamtökunum Movendi International. mbl.is/Hákon

7% þjóðarinnar hafa verið lögð inn á Vog

Á ráðstefnunni hélt Lára erindi um áhrif aukinnar áfengisneyslu og opinberar heilbrigðisstefnur.

Þar vakti hún meðal annars á því að um 7% þjóðarinnar hefðu verið lögð inn á sjúkrahúsið Vog á einhverjum tímapunkti ævinnar.

Á síðasta ári voru 69% allra sem leituðu þangað aðstoðar að glíma við áfengisneyslu og neyttu langflestir áfengis daglega.

Voru flestir fyrirlesarar á ráðstefnu sammála um að aukið aðgengi að áfengi væri eitt stærsta vandamálið þegar kæmi að alkohólisma.

Frá tímum Adam og Evu

Að erindi loknu var Lára spurð hvort hún væri sammála þeirri staðhæfingu að áfengi í verslanir myndi marka eitt stærsta bakslag fyrir lýðheilsu þjóðarinnar „frá tímum Adam og Evu“.

Kvaðst Lára vera sammála um þetta yrði gríðarlega stórt bakslag og tók þá fram að við ættum frekar að skoða að hefta aðgengi að áfengi með því að fækka áfengisverslunum.

Maria Neufeld, sérfræðingur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, tók þá einnig til máls og sagði að áfengi í verslanir yrði stórslys fyrir lýðheilsu þjóðarinnar.

mbl.is