MAST fer fram á opinbera rannsókn

Fiskeldi | 19. september 2023

MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lögum um fiskeldi eftir að tilkynnt var um tvö göt á kví fyrirtækisins við Kvígindisdal í Patreksfirði.

MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa

Fiskeldi | 19. september 2023

Níu laxar voru háfaðir úr teljarahólfinu í laxastiganum í Blöndu …
Níu laxar voru háfaðir úr teljarahólfinu í laxastiganum í Blöndu fyrir um tveimur vikum. Þeir er allir af eldisuppruna. Víða í laxveiðiám er svipaða sögu að segja. Ljósmynd/Guðmundur Haukur

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lögum um fiskeldi eftir að tilkynnt var um tvö göt á kví fyrirtækisins við Kvígindisdal í Patreksfirði.

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lögum um fiskeldi eftir að tilkynnt var um tvö göt á kví fyrirtækisins við Kvígindisdal í Patreksfirði.

Arctic Sea Farm tilkynnti um götin 20 ágúst, en síðan þá hefur verið greint frá fjölda tilvika þar sem staðfest hefur verið að um lax frá kvíunum hafi fundist í fjölmörgum laxveiðiám.

Nýr raunveruleiki við íslenskar laxveiðiár. Norskir kafarar leita að norskættuðum …
Nýr raunveruleiki við íslenskar laxveiðiár. Norskir kafarar leita að norskættuðum eldislaxi í Langadalsá. Þar reyna þeir að skutla eldislaxa. Ljósmynd/Sigurður Þorvaldsson

Lögreglan rannsakar málið

Í tilkynningu MAST segir að samkvæmt lögum um fiskeldi varði það stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra rekstrarleyfishafa sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef sakir eru miklar, ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldið hefur verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis, hvort sem brotið er af ásetningi eða gáleysi.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur málið til meðferðar samkvæmt tilkynningunni.

mbl.is