„Við erum að leyfa áfengisgjöldunum að rýrna“

Fjárlög 2024 | 19. september 2023

„Við erum að leyfa áfengisgjöldunum að rýrna“

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra segir ljóst að þrátt fyrir boðaða 3,5% hækkun áfengisgjalda hafi þau rýrnað töluvert síðasta áratuginn.

„Við erum að leyfa áfengisgjöldunum að rýrna“

Fjárlög 2024 | 19. september 2023

Bjarni Benediktsson fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.
Bjarni Benediktsson fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra segir ljóst að þrátt fyrir boðaða 3,5% hækkun áfengisgjalda hafi þau rýrnað töluvert síðasta áratuginn.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra segir ljóst að þrátt fyrir boðaða 3,5% hækkun áfengisgjalda hafi þau rýrnað töluvert síðasta áratuginn.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra kynn­ti frum­varp til fjár­laga fyr­ir árið 2024 í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu fyrir viku síðan. Þar kom meðal annars fram að áherslur fjárlaga fyrir árið 2024 tækju mið af verðbólgu. 

Rýrni að verðgildi í verðbólgu

Spurður hvers vegna áfengisgjöld fengju ekki að standa í stað á meðan reynt er að ná niður verðbólgu sagði Bjarni það sama gilda um öll krónutölugjöld. „Í verðbólgu þá eru þau að rýrna að verðgildi.“

Bjarni segir áfengisgjöld til að mynda hafa rýrnað töluvert mikið að verðgildi undanfarin tíu ár. 

„Ef að gjöld á áfengi væru hlutfallstala þá værum við ekkert í þessu, en við erum að leyfa áfengisgjöldunum að rýrna, það er það sem við erum að gera í reynd. Þeir sem ekki skilja það, eru búnir að missa tilfinningu fyrir því hvað verðbólga er.“  

mbl.is