Cannelloni fyllt með spínati sem bráðnar í munni

Uppskriftir | 20. september 2023

Cannelloni fyllt með spínati sem bráðnar í munni

Þessi unaðslega ljúffengi réttur með ítölsku ívafi tekur tíma og er svolítið föndur en algjörlega þess virði. Hér er á ferðinni cannelloni með spínati sem bragðast unaðslega vel og það þarf í raun ekkert meðlæti. Það er þá helst hvítlauksbrauð og það má til að mynda útbúa hvítlaukspítsu og framreiða með. Rétturinn kemur úr smiðju Sigrúnu Margrétar Pétursdóttur matgæðings sem veit fátt skemmtilegra en að elda frá grunni og gleðja bragðlaukana. Síðan er það góður drykkur sem gaman er að para með þessum rétti, til dæmis með búbblum.

Cannelloni fyllt með spínati sem bráðnar í munni

Uppskriftir | 20. september 2023

Unaðslega ljúffengt cannelloni fyllt með spínati sem allir sælkera kunna …
Unaðslega ljúffengt cannelloni fyllt með spínati sem allir sælkera kunna vel að meta. Ljósmynd/Sjöfn

Þessi unaðslega ljúffengi réttur með ítölsku ívafi tekur tíma og er svolítið föndur en algjörlega þess virði. Hér er á ferðinni cannelloni með spínati sem bragðast unaðslega vel og það þarf í raun ekkert meðlæti. Það er þá helst hvítlauksbrauð og það má til að mynda útbúa hvítlaukspítsu og framreiða með. Rétturinn kemur úr smiðju Sigrúnu Margrétar Pétursdóttur matgæðings sem veit fátt skemmtilegra en að elda frá grunni og gleðja bragðlaukana. Síðan er það góður drykkur sem gaman er að para með þessum rétti, til dæmis með búbblum.

Þessi unaðslega ljúffengi réttur með ítölsku ívafi tekur tíma og er svolítið föndur en algjörlega þess virði. Hér er á ferðinni cannelloni með spínati sem bragðast unaðslega vel og það þarf í raun ekkert meðlæti. Það er þá helst hvítlauksbrauð og það má til að mynda útbúa hvítlaukspítsu og framreiða með. Rétturinn kemur úr smiðju Sigrúnu Margrétar Pétursdóttur matgæðings sem veit fátt skemmtilegra en að elda frá grunni og gleðja bragðlaukana. Síðan er það góður drykkur sem gaman er að para með þessum rétti, til dæmis með búbblum.

Cannelloni fyllt með spínati

  • 1 p Barilla cannelloni pípur

Fylling:

  • 500 g kotasæla eða ricotta
  • 125 g ferskt spínat
  • 2 hvítlauksrif smátt söxuð
  • 2 eggjarauður
  • 50 g rifinn parmesan
  • Börkur af einni sítrónu
  • ¼ tsk. flögusalt
  • ¼ tsk. hvítur pípar 

Tómatsósa

  • ólífuolía til steikingar
  • 2 meðalstórar gulrætur smátt skornar
  • 2 sellerístilkar smátt skornir
  • 1 meðalstór rauðlaukur smátt skorinn
  • 2 hvítlauksrif smátt söxuð
  • 1 rauður chilli smátt skorinn (má sleppa)
  • ½ glas rauðvín
  • 1 tsk nautakraftur
  • 2 dósir maukaðir tómatar
  • 1 bolli vatn
  • ½ msk. hunang
  • Salt og svartur pipar eftir smekk

Ostasósa

  • 2 msk. smjör
  • 1 ½ msk. hveiti
  • ½ l nýmjólk
  • 50 g rifinn parmesan
  • ½ poki rifinn ostur (gott að velja bragðmikinn ost)
  • ½ tsk. andakraftur
  • salt og hvítur pipar eftir smekk

Í lokin

  • 1 poki rifinn ostur
  • parmesan og fersk basilíka til að strá yfir í lokin

Aðferð:

  1. Þar sem gott er að leyfa fyllingunni að jafna sig í ísskáp er gott að byrja á henni.
  2. Svissið hvítlaukinn og spínatið á pönnu í olíu og leggið á eldhúspappír til þerris.
  3. Náið sem mestum vökva úr spínatinu áður en þið færið það á bretti og saxið, gott að renna hníf nokkrum sinnum í gegnum það lárétt og lóðrétt.
  4. Blandið saman öllum hráefnum í fyllinguna vel saman í skál og færið í ísskáp eða á kaldan stað þar til komið er að því að fylla cannelloni pípurnar.

Tómatsósan

  1. Hugið næst að tómatsósunni því hún verður bara betri með tímanum.
  2. Byrjið á að svissa allt grænmetið í olíunni þar til að það er orðið mjúkt án þess að brúna það.
  3. Bætið rauðvíni, hunangi og krafti út í.
  4. Þegar þetta hefur mallað í 2-3 mínútur bætið þá tómötunum ásamt 1 bolla af vatni út í.
  5. Látið sósuna malla á meðalhita á meðan annað er undirbúið.
  6. Smakkið til og bætið salti og pipar eftir smekk.
  7. Á meðan tómatsósan mallar er gott að fylla cannelloni pípurnar.
  8. Þar skiptir máli hvað hentar hverjum og einum. Fyrir þá sem eru lagnir með sprautupoka er um að gera að nota þá.
  9. Hægt er að komast upp á lag með að nota eftirréttagaffal eða smáa teskeið þar sem stundum virðist spínatið ekki nógu þjált í sprautupokanum.
  10. Raðið síðan pípunum fylltum í eldfast mót.

Ostasósan

  1. Byrjið á að bræða smjör og hveiti saman í pott.
  2. Bætið mjólkinni út í í skömmtum, hrærið nokkuð stöðugt til að ostasósan verði ekki kekkjótt.
  3. Leyfið suðunni að koma upp og þegar jafningurinn er byrjaður að þykkna er bætið þá krafti og osti út í.
  4. Sósan er klár þegar osturinn er bráðnaður.

Samsetning

  1. Hitið ofninn í 150°C.
  2. Hellið tómatsósunni yfir fylltar cannelloni pípurnar í eldfastamótinu og dreifið ostasósunni yfir.
  3. Bakið við 150°C í 30 mínútur.
  4. Takið út og hækkið ofninn í 180°C hita.
  5. Stráið rifnum osti stráð yfir réttinn og setjið aftur inn í ofninn 180°C heitan ofn í 15-20 mínútur.
  6. Takið út og stráið rifnum parmesan og ferskri basilíku yfir og njótið.
Þegar búið er að fylla pípurnar með fyllingunni og raða …
Þegar búið er að fylla pípurnar með fyllingunni og raða þeim í eldfastmót er tómatsósunni næst dreift yfir. Ljósmynd/Sjöfn
Ostasósan fer næst yfir og rétturinn bakaður inni í ofni …
Ostasósan fer næst yfir og rétturinn bakaður inni í ofni í um það bil 30 mínútur og síðan er ostinum dreift yfir og rétturinn hitaður aftur um það bil 15 til 20 mínútur. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is