Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndrápið á Ólafsfirði sem átti sér stað í október á síðasta ári.
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndrápið á Ólafsfirði sem átti sér stað í október á síðasta ári.
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndrápið á Ólafsfirði sem átti sér stað í október á síðasta ári.
Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Aðeins einn hefur verið ákærður í málinu sem verður þingfest í héraðsdómi á þriðjudaginn í næstu viku.
Kolbrún kvaðst ekki geta veitt frekari upplýsingar um ákæruna að svo stöddu.
Aðfaranótt 3. október var óskað eftir lögregluaðstoð í húsi á Ólafsfirði þar sem maður hafði verið stunginn með eggvopni. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir árangurslausar endurlífgunartilraunir.
Fjórar manneskjur voru handteknar og voru allar með réttarstöðu sakbornings. Þrjú voru látin sæta gæsluvarðhaldi, eiginkona hins látna, vinur hennar og húsráðandi á staðnum.
Einn lá að lokum undir grun og var hann látinn laus úr gæsluvarðhaldi í nóvember á síðasta ári.
Í júlí var greint frá því að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra væri lokið og að málið væri komið á borð embættis héraðssaksóknara.
Ákæran á hendur manninum var gefin út 24. ágúst.