Segir hvorki SKE né ráðuneytið segja ósatt

Kortlagning eignatengsla | 21. september 2023

Segir hvorki SKE né ráðuneytið segja ósatt

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að Samkeppniseftirlitið (SKE) hafi þegar verið búið að ákveða að ráðast í athugun á eignartengslum í sjávarútvegi þegar ráðuneytið hafði samband við eftirlitið.

Segir hvorki SKE né ráðuneytið segja ósatt

Kortlagning eignatengsla | 21. september 2023

„Þegar Ráðuneytið ráðuneytið mitt hafði samband við Fiskistofu og [SKE], …
„Þegar Ráðuneytið ráðuneytið mitt hafði samband við Fiskistofu og [SKE], hafði eftirlitið þegar ráðgert að ráðast í slíka athugun,“ sagði Svandís í svari við fyrirspurn Sigmundar. Samsett mynd mbl.is/Árni Sæberg/Hákon

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að Samkeppniseftirlitið (SKE) hafi þegar verið búið að ákveða að ráðast í athugun á eignartengslum í sjávarútvegi þegar ráðuneytið hafði samband við eftirlitið.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að Samkeppniseftirlitið (SKE) hafi þegar verið búið að ákveða að ráðast í athugun á eignartengslum í sjávarútvegi þegar ráðuneytið hafði samband við eftirlitið.

Greint var frá því á mbl.is á þriðjudag að dag­sekt­ir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim væru ólög­leg­ar og að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í júlí hafi verið felld úr gildi af áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála.

Eftirlitið sagði í tilkynningu í gær að það hafi tekið „sjálfstæða ákvörðun að hefja athugun á stjórnunar- og eignartengslum í sjávarútvegi“ en aftur á móti hefur Morgunblaðið varpað ljósi á að samskipti milli Samkeppniseftirlitsins og ráðuneytis í aðdraganda athugunarinnar bendi til þess að ráðuneytið hafi átt frumkvæðið að athuguninni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði því ráðherra á þinginu í dag hvort stofnunin hafi átt frumkvæði að athuguninni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Krafa um gagnsæi hávær meðal almennings

„Þegar ráðuneytið mitt hafði samband við Fiskistofu og [Samkeppniseftirlitið], hafði eftirlitið þegar ráðgert að ráðast í slíka athugun,“ sagði Svandís í svari við fyrirspurn Sigmundar.

„Hins vegar kom fram hjá stofnuninni að vegna fjárskorts væri ekki ljóst hvenær sú athugun gæti hafist og þess vegna var ákveðið að ráðstafa þeim fjármunum sem fyrir lágu í ráðuneytinu til verksins til Samkeppniseftirlitsins með sérstökum samningi enda er ráðuneytum heimilt að gera samninga á grundvelli laga um opin fjármál.“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Hákon

Þá hafi einnig verði leitast við að athugunin gæti nýst fleiri eftirlitsstofnunum. Auk þess að hægt væri að byggja upplýsingatæknigrunn svo að upplýsingar yrðu fyrirliggjandi í rauntíma.

„Þá liggur auðvitað fyrir að það verði ráðist í úttekt sem þessa, og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gangsæi og þar með skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust á milli almennings og sjávarútvegs.“

Ótrúverðugt svar

Sigmundur sagði það ekki hljóma trúverðugt að ráðherra hafi „fengið þessa furðulegu hugmynd að beita fyrir sig Samkeppniseftirlitinu“ á sama tíma og Samkeppniseflitið hafi þegar verið að velta því fyrir sér að fara í þessa aðgerð – aðgerð „sem hefur reynst ólögmæt og fráleit“.

„Svo er kastað fram einhverjum orðum eins og gangsæi. Hvaða gagnsæi var í þessari ráðstöfun, eða ákvörðun varðandi hvalveiðar, eða varðandi önnur stjórnsýslumál sem hafa vakið stórar spurningar hjá ráðherra að undanförnu,“ sagði Sigmundur.

Breytingar í fjárlögum til að efla grunn Samkeppniseftirlitsins

„Ég árétta það að það sé mikilvægt að þessari úttekt sé haldið áfram,“ sagði Svandís í svari við seinni fyrirspurn. „Og er ósammála háttvirtum þingmanni að það sé furðuleg hugmynd að auka gagnsæi í sjávarútvegi.“

Þá heyrist í Sigmundi hrópa nokkuð til ráðherra en innihald yrðingarinnar er þó óljóst.

Svandís ítrekaði að það sé afar mikilvægt fyrir sjávarútvegsgreinina að gagnsæi sé aukið og telur það heppilegt að fjárlagafrumvarpið sé til meðferðar hjá Alþingi, „því það kann að vera að þingið sjái tilefni til þess að efla grunn Samkeppniseftirlitsins til þess að stofnunin geti sinnt mikilvægum verkefnum eins og þessu“.

mbl.is