Frítt í Strætó á öllu landinu

Strætó | 22. september 2023

Frítt í Strætó á öllu landinu

Í tilefni af evrópsku samgönguvikunni er frítt í alla vagna Strætó, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Frítt í Strætó á öllu landinu

Strætó | 22. september 2023

Frítt er í alla vagna Strætó, bæði á höfuðborgarsvæðinu og …
Frítt er í alla vagna Strætó, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Í tilefni af evrópsku samgönguvikunni er frítt í alla vagna Strætó, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Í tilefni af evrópsku samgönguvikunni er frítt í alla vagna Strætó, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Í tilkynningu Strætó kemur fram að Strætó hafi tekið þátt í samgönguvikunni með viðburðinum Bíllausi dagurinn undanfarin ár. 

Frítt í fyrsta sinn á landsbyggðinni

Í ár hafi Vegagerðin ákveðið að slást í hópinn, en það er Vegagerðin sem rekur og ber ábyrgð á landsbyggðarstrætó. Með því verður frítt með landsbyggðarstrætó í fyrsta sinn.

„Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir fólk til að breyta út af vananum, hvíla bílinn og velja fjölbreyttari og vistvænni ferðamáta,“ segir í tilkynningu Strætó. 

Engin breyting verður þó á miðaverði í strætó á Akureyri því þar hefur verið frítt í strætó alla daga síðan í byrjun árs 2007.

mbl.is