Krefjast þess að fá gögn SKE til baka

Kortlagning eignatengsla | 22. september 2023

Krefjast þess að fá gögn SKE til baka

Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run. krefst þess að Samkeppniseftirlitið, SKE, afhendi fyrirtækinu án tafar öll þau gögn og upplýsingar sem það hefur látið eftirlitinu í té vegna athugunar SKE á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í bréfi sem framkvæmdastjóri G. Run. sendi forstjóra SKE og Morgunblaðið hefur undir höndum.

Krefjast þess að fá gögn SKE til baka

Kortlagning eignatengsla | 22. september 2023

Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run.
Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run. krefst þess að Samkeppniseftirlitið, SKE, afhendi fyrirtækinu án tafar öll þau gögn og upplýsingar sem það hefur látið eftirlitinu í té vegna athugunar SKE á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í bréfi sem framkvæmdastjóri G. Run. sendi forstjóra SKE og Morgunblaðið hefur undir höndum.

Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run. krefst þess að Samkeppniseftirlitið, SKE, afhendi fyrirtækinu án tafar öll þau gögn og upplýsingar sem það hefur látið eftirlitinu í té vegna athugunar SKE á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í bréfi sem framkvæmdastjóri G. Run. sendi forstjóra SKE og Morgunblaðið hefur undir höndum.

Svo sem frá hefur verið greint hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála fellt úr gildi ólögmætar dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim, sökum þess að samningur þess við matvælaráðuneytið um téða rannsókn samræmist ekki hlutverki SKE sem því er fengið í samkeppnislögum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu er krafa G. Run. lögð fram.

Öll gögn verði afmáð úr kerfunum

Í bréfinu er þess jafnframt krafist að öll gögn og upplýsingar sem fyrirtækið hefur sent eftirlitinu vegna rannsóknarinnar verði afmáð úr kerfum SKE. Einnig er þess krafist að afrakstri þeirrar vinnu þar sem SKE hefur stuðst við gögn og upplýsingar frá fyrirtækinu t.d. í skýrsluskrifum verði eytt tafarlaust.

„Að öðrum kosti lítur G. Run. svo á að verið sé að hafa úrskurð áfrýjunarnefndar, og þau sjónarmið sem búa að baki honum, að engu. Þess er óskað að óháður eftirlitsaðili staðfesti að orðið hafi verið við framangreindu,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Guðmundi Smára Guðmundssyni framkvæmdastjóra.

Einnig er bent á að fyrirtækið hafi sett verulega fyrirvara við lögmæti gagnabeiðninnar sem hafi verið liður í pólitískri heildarstefnumótun Svandísar Svavarsdóttur.

„Við höfum gagnrýnt þessi vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá fyrsta degi og hvernig ráðherrann hefur starfað og leyfir sér að vinna í þessum efnum og mótmælt því allan tímann,“ segir Guðmundur Smári í samtali við Morgunblaðið. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara. Hún er í sinni pólitík og það er fyrir neðan allar hellur að apparat eins og Samkeppniseftirlitið taki þátt í þessari vafasömu pólitík ráðherrans. Svandís er bara í grimmri pólitík gegn sjávarútveginum og hún hefur þá einu sýn á lífið að sósíalisminn taki yfir alla atvinnustarfsemi,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson.

mbl.is