„Af minni hálfu snýst þetta um það að bakfæra þessa greiðslu,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, varðandi greiðslu ráðuneytisins til Samkeppniseftirlitsins (SKE) fyrir framkvæmd athugunar á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja, sem ráðuneytið átti frumkvæði að.
„Af minni hálfu snýst þetta um það að bakfæra þessa greiðslu,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, varðandi greiðslu ráðuneytisins til Samkeppniseftirlitsins (SKE) fyrir framkvæmd athugunar á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja, sem ráðuneytið átti frumkvæði að.
„Af minni hálfu snýst þetta um það að bakfæra þessa greiðslu,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, varðandi greiðslu ráðuneytisins til Samkeppniseftirlitsins (SKE) fyrir framkvæmd athugunar á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja, sem ráðuneytið átti frumkvæði að.
„Það er það sem samskipti míns ráðuneytis og Samkeppniseftirlitsins snúast um á næstu dögum.“
SKE ákvað í júlí að beita sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. 3,5 milljón króna dagsektum, hæstu dagsektum í sögu eftirlitsins, til þess að knýja á um að fyrirtækið afhenti því allar umbeðnar upplýsingar í tengslum við athugunina.
Brim áfrýjaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting dagsektanna væri ólögmæt og felldi úr gildi ákvörðun eftirlitsins.
Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þau áréttuðu mikilvægi meðalhófs í upplýsinga- og gagnaöflun eftirlitsins.
Sjávarútvegsfyrirtækið G.Run krafðist þess að gögn og upplýsingar sem fyrirtækið hefði látið eftirlitinu í té yrði skilað tafarlaust og niðurstöðum athugunarinnar eytt, í kjölfar úrskurðar áfrýjunarnefndar.
Í bréfi til SKE kvaðst framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Smári Guðmundsson, setja fyrirvara við lögmæti gagnabeiðninnar sem hann sagði lið í pólitískri heildarstefnu ráðherra.
Innt eftir viðbrögðum við ummælum SA og G.Run svarar Svandís:
„Ég held að gagnsæi í samfélaginu sé til bóta og ég held að það sé mikilvægt að atvinnustarfsemi í landinu sé þannig að hún hafi ekkert að fela.“