Eiginmaðurinn er kokkurinn á heimili Guðbjargar Oddnýjar

Matarvenjur | 23. september 2023

Eiginmaðurinn er kokkurinn á heimili Guðbjargar Oddnýjar

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði ljóstrar upp matarvenjum sínum að þessu sinni. Hún segist ekki vera mikill kokkur og eiginmaðurinn hennar sjái meira og minna um matargerðina. Guðbjörg Oddný segist reka fjörugt heimili með Gísla manni sínum þar sem að börnin þeirra þrjú; Gabríela, Gísli yngri og Garpur sjá um að halda uppi fjörinu og við foreldrarnir sjái um að fæða þau og klæða og allt þar á milli.

Eiginmaðurinn er kokkurinn á heimili Guðbjargar Oddnýjar

Matarvenjur | 23. september 2023

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir jóstrar upp matarvenjum sínum að þessu sinni. …
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir jóstrar upp matarvenjum sínum að þessu sinni. Hún segist ekki vera mikill kokkur og eiginmaðurinn hennar sjái meira og minna um matargerðina. mbl.is/Árni Sæberg

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði ljóstrar upp matarvenjum sínum að þessu sinni. Hún segist ekki vera mikill kokkur og eiginmaðurinn hennar sjái meira og minna um matargerðina. Guðbjörg Oddný segist reka fjörugt heimili með Gísla manni sínum þar sem að börnin þeirra þrjú; Gabríela, Gísli yngri og Garpur sjá um að halda uppi fjörinu og við foreldrarnir sjái um að fæða þau og klæða og allt þar á milli.

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði ljóstrar upp matarvenjum sínum að þessu sinni. Hún segist ekki vera mikill kokkur og eiginmaðurinn hennar sjái meira og minna um matargerðina. Guðbjörg Oddný segist reka fjörugt heimili með Gísla manni sínum þar sem að börnin þeirra þrjú; Gabríela, Gísli yngri og Garpur sjá um að halda uppi fjörinu og við foreldrarnir sjái um að fæða þau og klæða og allt þar á milli.

 „Fyrir utan barnauppeldi þá er ég varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þar hefur mér verið treyst fyrir því að vera formaður í umhverfis- og framkvæmdaráði og einnig menningar- og ferðamálanefnd. Þar vinn ég að verkefnum til að efla bæinn minn ennþá frekar og að leita leiða til að gera Hafnarfjörð að eftirsóttum stað til að búa í og heimsækja,“ segir Guðbjörg Oddný sem vill ávallt vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég hef einnig starfað síðustu 8 ár hjá Benchmark Genetics (áður Stofnfiskur) þar sem ég er aðstoðarmaður framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúi.“

Hvað færðu þér í morgunmat?

Ég fæ mér alltaf eina fernu af Hleðslu sem ég drekk á hlaupum meðan ég er að vekja og koma öllum út úr húsi. Fyrsta kaffibollann fæ ég mér svo þegar ég kem í vinnuna.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Já. ég geri það allt of oft og ég viðurkenni að suma daga leita ég í snögga orku eins og Corny eða banana. Ég er líka með æði fyrir Finn Crisp hrökksnakkinu þessa dagana og það er nú aðeins skárri kostur.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?

„Já, en mér finnst best að fá léttan hádegismat og reyni að hafa eitthvað próteinríkt í forgrunni. Salat eða súpa er vinsælt og alltaf eitt egg.“

Ein kampavín ávallt tilbúin í kælinum

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

„Mjólk, egg, smjör, ost og kæfu, sem börnin elska og eina kampavín tilbúna í kælingu ef við fáum skemmtilega heimsókn. Við eigum alltaf gyoza í frystinum sem við skellum á pönnu þegar að við nennum ekki að elda. Þar sem við erum búin að prófa allar tegundir af frosnum gyoza sem eru til á Íslandi verð ég að koma því á framfæri hér að bestu fást í Costco.“

Uppáhaldsgrillmaturinn þinn?

„Grilluð kjúklingaspjót með grænmeti og sætum kartöflum borin fram með köldum grillsósum. Gísli minn er kokkurinn á heimilinu og hann er einkar fær á grillinu.“ 

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

„VON veitingastaður í Hafnarfirði er alltaf uppáhalds og þar fæ ég mér oftast fisk dagsins.  Þegar ég ætla að fá mér bestu humarsúpu á Íslandi fer ég á Tilveruna sem er falin perla í miðbæ Hafnarfjarðar.“ 

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

„Núna væri betra að spyrja Gísla að þessu þar sem að hann er matgæðingurinn á heimilinu ásamt því að vera kokkurinn. Þegar við erum á ferðalögum þá fer hann með okkur á skemmtilega staði og fær alveg að ráða þessu. Ég er mest spennt fyrir eftirréttum og sætum bitum á öllum veitingastöðum sem við förum á. Það sem stendur upp úr er staður í London, Dandelyan, sem var á þessum tíma talinn einn af bestu börum í heimi. Gísli pantaði fyrir okkur á „High Tea“ en þetta var svokallað Wyld Tea – en þá var kokteilum parað saman við samlokur og sæta bita. Það var matarupplifun að mínu skapi.“

Skjaldbökuegg og grilluð skordýr sem snakk

Hvaða matarupplifun stendur upp úr í lífi þínu?

„Það var stanslaus matarupplifun að fara sem skiptinemi 17 ára gömul til Oaxaca fylkis í Mexíkó. Þar voru handgerðar maístortilla, hrísgrjón og svartar baunir bornar fram með öllum mat. Skjaldbökuegg og grilluð skordýr sem snakk var eitthvað sem taldist eðlilegur matur þar en kom ungri stúlku frá Íslandi á óvart. Ég smakkaði samt allt og man enn þá eftir salta bragðinu af skjaldbökueggjunum. Ég fór með fjölskyldunni sem ég dvaldi hjá á bændamarkaðinn á hverjum laugardagsmorgni og þar var kjötið skorið beint fyrir framann mann og kjúklingunum slátrað á staðnum. Ég kom heim reynslunni ríkari en byrjaði samt ekki að borða tómat sem er merkilegt því þeir setja hann í allan mat.“ 

Hvað er það versta sem þú hefur bragðað?
„Ætli ég verði ekki að segja tómatur, ég hef aldrei getað borðað hráan tómat þó ég hafi reynt það oft yfir ævina.“

Uppáhaldskokkurinn þinn?

„Gísli minn og mamma mín. Þau elda oft saman upp í sumarbústað fyrir alla fjölskylduna og þá er veisla.“

Uppáhaldsdrykkurinn þinn?

„7 up var uppáhaldsdrykkurinn minn áður en þeir gerðu hann sykurlausan en annars verð ég að segja Pepsi Max nei ég meina vatn. Rauðvín er uppáhaldsáfengidrykkurinn.“

Ertu góður kokkur?                                                               

„Ég get ekki sagt það en það reynir ekki mikið á það þar sem að Gísli er alltaf fyrri til. Ég er meira í því að baka kökur og geri það oft með börnunum um helgar.“

 

mbl.is