Brim hefur keypt hlut Sjávarsýnar í Iceland Seafood International (ISI).
Brim hefur keypt hlut Sjávarsýnar í Iceland Seafood International (ISI).
Brim hefur keypt hlut Sjávarsýnar í Iceland Seafood International (ISI).
Í tilkynningu kemur fram um sé að ræða 10,83% hlut, eða 310.246.206 hluti.
Gengi viðskiptanna var hið sama og dagslokagengi á föstudaginn, eða 5,3 krónur á hlut. Nemur því heildarvirði viðskiptanna 1,64 milljörðum króna.
Bjarni Ármannsson, forstjóri ISI, mun láta af störfum eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Sjávarsýn er fjárfestingarfélag Bjarna.
Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, mun hætta störfum hjá félaginu og taka við starfi forstjóra ISI frá og með 1. nóvember.