Berglind býður upp á sælkera vikumatseðil

Uppskriftir | 25. september 2023

Berglind býður upp á sælkera vikumatseðil

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er sælkeraseðill að bestu gerð. Berglind er mikill matgæðingur og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis kræsingar sem kitla bragðlaukana gegnum tíðina enda hefur hún haldið úti uppskriftasíðu og gefið út uppskriftabækur sem hafa slegið í gegn. Þessa dagana er nóg að gera hjá Berglindi og mörg ný verkefni fram undan.

Berglind býður upp á sælkera vikumatseðil

Uppskriftir | 25. september 2023

Berglind Guðmundsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem …
Berglind Guðmundsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem sælkeraseðill að bestu gerð. Berglind er mikill matgæðingur og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis kræsingar sem kitla bragðlaukana gegnum tíðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er sælkeraseðill að bestu gerð. Berglind er mikill matgæðingur og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis kræsingar sem kitla bragðlaukana gegnum tíðina enda hefur hún haldið úti uppskriftasíðu og gefið út uppskriftabækur sem hafa slegið í gegn. Þessa dagana er nóg að gera hjá Berglindi og mörg ný verkefni fram undan.

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er sælkeraseðill að bestu gerð. Berglind er mikill matgæðingur og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis kræsingar sem kitla bragðlaukana gegnum tíðina enda hefur hún haldið úti uppskriftasíðu og gefið út uppskriftabækur sem hafa slegið í gegn. Þessa dagana er nóg að gera hjá Berglindi og mörg ný verkefni fram undan.

Hlakkar alltaf til að fara í vinnuna

Það er voða gaman að vera til þessa dagana og lífið er gott. Ég byrjaði  að vinna sem skólahjúkrunarfræðingur í haust bæði í grunn- og framhaldsskóla og það er virkilega gefandi og ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna. Ég er voðalega þakklát fyrir það og tel það forréttindi,“ segir Berglind.

Opnaði nýja vefsíðu

Ég hef samt líka svo gaman að því að vera með smá hliðarverkefni og á dögunum opnaði ég nýja vefsíðu Salina.is sem er hugsuð sem vettvangur fyrir konur til að fræða, efla og gleðja. Þar er fjallað um fjölskylduna, fjármál, heilsu, ferðalög og lífsstíl. Þetta byrjar bara rólega og fallega og svo sjáum við hvernig það þróast. Ég hef svo gaman að skapa eitthvað og enn betra ef aðrir fá að njóta í leiðinni,“ segir Berglind sem er þekkt fyrir að vera hrókur alls fagnaðar.

Ég fæ kannski að nota tækifærið og þakka þeim konum sem hafa nú þegar skrifað pistil fyrir síðuna og hvet þær sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu að senda mér tillögu að grein á berglind@salina.is. Konur eru margar hverjar feimnar við að verða sýnilegar og allt of mikil þekking og reynsla nær aldrei að koma fram í dagsljósið fyrir aðra að njóta. Það er svo margt sem við getum lært af hvor annarri. Annars skrapp ég til Alicante með góðum hópi fólks og þar mun ég njóta í mat og drykk næstu dagana og safna efni í góðan ferðapistil,“ segir Berglind að lokum og sviptir hér hulunni af draumavikumatseðlinum sínum.

Mánudagur – Úrvalsbleikja að hætti Nönnu

„Við byrjum vikuna á fiskrétt að hætti Nönnu Rögnvalds. Ég ætla bara að nota tækifærið og vera með smá "shoutout" á hana. Það eru fáir með jafn mikla þekkingu á mat og matargerð og Nanna og myndi ég segja að hún væri þjóðargersemi. Allt sem kemur frá henni er dásamlegt og ég held að þessi bleikjuréttur standist alveg þær kröfur.“

Úrvalsbleikja að hætti Nönnu.
Úrvalsbleikja að hætti Nönnu. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar

Þriðjudagur – Gochujang kjúklingur

„Ég elska góða stir fry rétti nammi-namm. Þeir eru hollir, góðir og  einfaldir í gerð og hér setur gochujang punktinn yfir i-ið.“ 

Ljúffengur kjúklingur sem bragð er af.
Ljúffengur kjúklingur sem bragð er af. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Miðvikudagur – Chili con carne

„Það er svo huggulegt að vera inni þegar haustlægðirnar dynja á, með  kertaljós, smá rautt í glasi og mat sem samræmist inni í kósí-inu mínu. Það er fátt sem smellur jafn ljúflega við haustlægðirnar og chili con carne. Ég er vandræðalega spennt að prufa að gera þennan rétt.“

Ekta haustréttur sem yljar á fallegu haustkvöldi.
Ekta haustréttur sem yljar á fallegu haustkvöldi. Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Fimmtudagur – Ljúffengt og fallegt salat

„Þetta er svona réttur sem maður byrjar að borða með augunum og er góður fyrir sálina. Allir þessir fallegu litir í þessu dásemdar salati. Sannarlega matur að mínu skapi.“

Litríkt og gott salat með svindlsósu sem hittir í mark.
Litríkt og gott salat með svindlsósu sem hittir í mark. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Föstudagur - Pitsakvöld

„Föstudagar eru stundum pitsadagar og samsetningin á þessari pitsu finnst mér hljóma virkilega vel. Það er ekki laust við að ég fái smá vatn í munninn. Döðlurnar ná mér alltaf.“

Ómótstæðilega pítsa gerir öll föstudagskvöld betri.
Ómótstæðilega pítsa gerir öll föstudagskvöld betri. Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir

Laugardagur – Hægeldaðir lambaskankar

„Á virkum dögum vel ég oft rétti sem eru fljótlegir í gerð og ekki með of  hátt flækjustig en um helgar er gaman að gefa sér tíma til að nostra við  matinn. Lambaskankar eru svo góður matur og verða enn betri ef þeir fá að malla yfir lengri tíma. Þetta laugardagskvöld er ekki að fara að klikka.“

Lambaskankar að bestu gerð.
Lambaskankar að bestu gerð. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Sunnudagur – Hægeldaður kjúklingur með hunangi

„Á sunnudögum kemur fjölskyldan oft saman og þá er þægilegt að bjóða upp á góðan kjúklingarétt. Þessi réttur með hunangi, engifer og lime finnst mér hljóma rosalega vel.“

Hægeldaður kjúklingur með hunangi, engifer og lime sem rennur ljúft …
Hægeldaður kjúklingur með hunangi, engifer og lime sem rennur ljúft ofan í mannskapinn.
mbl.is