Mexíkóskur fiskur á um 30 mínútum

Uppskriftir | 25. september 2023

Mexíkóskur fiskur á um 30 mínútum

Spurningin sem brennur á vörum landsmanna á hverjum degi, stundum oft á dag er: „Hvað á að vera í kvöldmatinn?“ Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu því fólk hefur misjafnan matarsmekk og ólíkar þarfir þegar kemur að mat.

Mexíkóskur fiskur á um 30 mínútum

Uppskriftir | 25. september 2023

Það er tilvalið að nota það hráefni sem er til …
Það er tilvalið að nota það hráefni sem er til í ísskápnum í þennan rétt. Það þarf ekki að vera paprika, laukur og sveppir. Það má líka vera kúrbítur, eggaldin, gulrætur eða blómkál. mbl.is/Marta María Winkel Jónasdóttir

Spurningin sem brennur á vörum landsmanna á hverjum degi, stundum oft á dag er: „Hvað á að vera í kvöldmatinn?“ Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu því fólk hefur misjafnan matarsmekk og ólíkar þarfir þegar kemur að mat.

Spurningin sem brennur á vörum landsmanna á hverjum degi, stundum oft á dag er: „Hvað á að vera í kvöldmatinn?“ Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu því fólk hefur misjafnan matarsmekk og ólíkar þarfir þegar kemur að mat.

Í þreytu og streituástandi er auðvitað mjög freistandi að koma við á leiðinni heim úr vinnunni og kaupa eitthvað einfalt. Eitthvað tilbúið. Það er skiljanlegt og ekkert að því en sannleikurinn er samt sá að það tekur um það bil jafnlangan tíma að elda fisk og að sækja tilbúinn mat. Þar að segja ef fiskurinn er til ásamt öðru hráefni. 

Á dögunum elduðum við sonur minn þennan mexíkóska fisk í sameiningu. Ég skar niður, hann hrærði í, kryddaði og smakkaði til. Hann vill gjarnan læra að elda mat áður en hann flytur að heiman sem er gott, en ég vona þó að hann hyggist ekki á brotflutning á næstu vikum. Hann er í unglingadeild grunnskóla – fæddur kreppuárið mikla 2009. 

Í þessa uppskrift notuðum við það sem til var. Það má að sjálfsögðu nota öðruvísi fisk, annað grænmeti og jafnvel bara kjúkling. Það tók okkur hálftíma að elda fiskinn en áður en við byrjuðum að elda létum við hrísgrjón í pott og létum þau sjóða á meðan fiskurinn var gerður. Það er svo ferlega óþolandi að þurfa að bíða eftir hrísgrjónum – eiginlega jafnóþolandi og að bíða eftir strætó í vondu veðri.  

Mexíkóskur fiskur 

Uppskrift fyrir 4.

  • 900 g ýsa og olía eða smjör til steikingar, má vera bæði
  • 1 dós niðursoðnir tómatar (helst lífrænir)
  • 1 laukur
  • 2 paprikur
  • 400 g sveppir
  • 4 hvítlauksrif – mega vera fleiri
  • 1 msk. mexíkósk kryddblanda – til dæmis Mexíkaninn frá Kryddhúsinu
  • 400 g vatn
  • 1 msk. lífrænt hunang
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera niður grænmeti og mýkið það á pönnunni í olíu eða smjöri. 
  2. Setjið mexíkóska kryddið út í og hrærið vel.
  3. Þá er niðursoðnu tómötunum bætt út í og dósin af tómötunum fyllt af vatni, 400 g, og því bætt út í og hrært saman. Þannig fer ekkert til spillis. 
  4. Látið suðuna koma upp og hrærið varlega í á meðan.
  5. Fiskurinn er skorinn í bita og bætt út í.
  6. Fiskurinn er látinn sjóða í sósunni í um það bil tíu mínútur. Það fer eftir í hversu stórum bitum fiskurinn er hvað hann þarf langan tíma. 
  7. Þegar fiskurinn er eldaður í gegn er hann settur á borðið og borinn fram með hrísgrjónunum eða bara því sem fólki finnst gott. 
mbl.is