Missti 15 ára dóttur sína eftir meðferð á Vogi

Sterk saman | 25. september 2023

Missti 15 ára dóttur sína eftir meðferð á Vogi

Hildur H. Pálsdóttir er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk saman. Hún segist vera ósköp venjuleg kona en hún hefur þó upplifað meira en margir. Eitt af því er að hafa misst 15 ára gamla dóttur sína sem var nýkomin úr meðferð á Vogi þegar hún lést. 

Missti 15 ára dóttur sína eftir meðferð á Vogi

Sterk saman | 25. september 2023

Hildur H. Pálsdóttir er gestur Tinnu Barkardóttur sem heldur úti …
Hildur H. Pálsdóttir er gestur Tinnu Barkardóttur sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman.

Hildur H. Pálsdóttir er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk saman. Hún segist vera ósköp venjuleg kona en hún hefur þó upplifað meira en margir. Eitt af því er að hafa misst 15 ára gamla dóttur sína sem var nýkomin úr meðferð á Vogi þegar hún lést. 

Hildur H. Pálsdóttir er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk saman. Hún segist vera ósköp venjuleg kona en hún hefur þó upplifað meira en margir. Eitt af því er að hafa misst 15 ára gamla dóttur sína sem var nýkomin úr meðferð á Vogi þegar hún lést. 

Hildur var þrítug þegar hún eignaðist Ölmu heitna, dóttur sína. 

„Alma var ofboðslega glaður krakki og aldrei lognmolla í kringum hana. Hún söng eins og engill og tók þátt í fullt af söngkeppnum sem hún vann yfirleitt,“ segir Hildur og greinir frá því að þrátt fyrir að vera vel gerð hafi Alma dóttir hennar verið lögð í einelti í grunnskóla. Hún átti erfitt félagslega en þegar hún var 12 ára eignaðist hún nýja vini og komst inn í félagsskap þar sem vímuefnaneysla var viðhöfð. Þar hófst neyslusaga Ölmu. Hildur segir að það sé mikilvægt fyrir börn og unglinga að tilheyra og að neysla vímuefna geti verið ákveðið bjargráð fyrir þá sem hafa aldrei tilheyrt í jafningjahópi. 

Eignaðist eldri kærasta sem var þekktur í undirheimunum

Alma byrjaði að reykja gras þegar hún var 12 ára. Upp frá því harðnaði neyslan en í nýja félagsskapnum umgengst hún eldri krakka og átti til dæmis mun eldri kærasta sem var þekktur í undirheimum Íslands sem hættulegur ofbeldismaður.

„Það var eldri strákur sem sprautaði hana í fyrsta skipti, gegn hennar vilja, og eftir það var ekki aftur snúið. Þá var hún 14 ára,“ segir Hildur sem segir frá því að hún hafi samþykkt að senda Ölmu út á land í fóstur til þess að reyna að forða henni úr slæmum aðstæðum. 

„Ég neitaði að samþykkja að hún færi á Suðurnesin. Mér fannst það bara of nálægt en þegar okkur bauðst fóstur á Hvammstanga tók ég því strax,“ segir Hildur og bætir við að líklega hafi tímabilið verið of stutt.

„Alma kom heim aðra hverja helgi og leitaði þá uppi sömu krakkana.“

Vogur var ekki réttur staður 

Alma sökk djúpt í neyslu á skömmum tíma. Þegar hún var 14 ára fór hún í meðferð á Vogi því kerfið bauð ekki upp á að hún færi á meðferðargang á Stuðlum.

„Alma fór í þrígang inn á Vog og átti auðvitað ekkert heima þar frekar en önnur börn. Hún fór einu sinni upp á Vík líka.“

Alma var nýkomin af Vogi í síðasta skipti þegar hún lést.

„Hún ætlaði á Vík en hringdi svo grátandi í mig af Vogi og sagði að þeir, ráðgjafarnir, ætluðu ekki að leyfa henni að fara. Ég hringdi upp eftir og svörin sem ég fékk var að hún passaði ekki inn í hópinn, samt búin að vera þarna með þeim í tíu daga og vildi fara. Svo hún kom heim.“

Hildur talar um dagana sem leiddu að andláti 15 ára dóttur sinnar.

Eðli málsins samkvæmt eru þetta erfiðir tímar til að rifja upp en hún man vel þessa síðustu daga, hversdagsleikann.

„Ég kíkti inn til hennar á fimmtudagskvöldið um átta og þá var hún sofandi, í fósturstellingu og allt í góðu. Ég fór svo bara að sofa. Áður en ég fór í vinnu næsta morgun kíkti ég inn til hennar, þá lá hún á maganum með hendur undir enninu og það var eitthvað öðruvísi, mér fannst liturinn á hárinu ekki eins. Þegar ég var að keyra út af bílastæðinu heima hugsaði ég „ef hún er dáin þá verður hún jafn dáin þegar ég kem heim á eftir“,“ segir Hildur. 

Hildur brunaði heim eftir vinnu og fann Ölmu þá látna í rúminu sínu. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is