Kæra hefur verið lögð fram vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lögum um fiskeldi eftir að tilkynnt var um tvö göt á kví fyrirtækisins við Kvígindisdal í Patreksfirði.
Kæra hefur verið lögð fram vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lögum um fiskeldi eftir að tilkynnt var um tvö göt á kví fyrirtækisins við Kvígindisdal í Patreksfirði.
Kæra hefur verið lögð fram vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lögum um fiskeldi eftir að tilkynnt var um tvö göt á kví fyrirtækisins við Kvígindisdal í Patreksfirði.
Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé til meðferðar og lögreglan skoði nú hvort refsiákvæði eigi við í því.
„Við erum farin að skoða málið en það fyrsta sem við gerum er að átta okkur á lagagrundvellinum fyrir kærunni og hvort einhver refsiákvæði eigi við um þetta,“ segir Helgi.
„Svo fer örugglega einhver rannsókn fram og síðan þurfum við að taka ákvörðun um framhaldið.“
Hann segir lögregluna stefna á að klára rannsókn á næstu vikum.
Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.