Hæg breyting virðist hafa orðið á því landrisi sem áður mældist stöðugt í Öskju. Þetta má ráða af mælingum tveggja gps-stöðva Veðurstofunnar ofan á eldstöðinni.
Hæg breyting virðist hafa orðið á því landrisi sem áður mældist stöðugt í Öskju. Þetta má ráða af mælingum tveggja gps-stöðva Veðurstofunnar ofan á eldstöðinni.
Hæg breyting virðist hafa orðið á því landrisi sem áður mældist stöðugt í Öskju. Þetta má ráða af mælingum tveggja gps-stöðva Veðurstofunnar ofan á eldstöðinni.
„Það hefur rólega dregið úr risinu á þessum tveimur stöðvum. Þær eru komnar nokkuð nálægt því að nema staðar, en ekki samt alveg – þær eru enn á uppleið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar í jarðskorpuhreyfingum, í samtali við Morgunblaðið.
„En svo er önnur stöð, sem er í miðjunni á þessu öllu saman – við Ólafsgíga, og hún sýnir ekki neina breytingu. Sömuleiðis sést engin skýr breyting á stöðinni í Jónsskarði, sem er líka inni í öskjunni. Að minnsta kosti ekki enn.“
Hann segir erfitt að túlka þessar mælingar svo vel sé. Skrýtið sé að svo nálægar stöðvar sýni jafn ólík merki.
„Við klórum okkur aðeins í hausnum yfir þessu. Af hverju breytingin sést bara á tveimur stöðvum en ekki öllum. Það mun taka svolítinn tíma að sjá hvað þetta þýðir og hvað það er í raun sem á sér stað þarna.“
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.