Lokahátíð Negroni vikunnar, alþjóðlegu góðgerðarvikunnar, var haldin með pomp og prakt á hinum glæsilega Telebar á nýja Iceland Parliament hótelinu við Austurvöll þar sem íslensk nútímalist er í hávegum höfð. Mikið var um dýrðir og rauði liturinn var í forgrunni þar sem Negroni kokteillinn fékk að baða sig í sviðljósinu.
Lokahátíð Negroni vikunnar, alþjóðlegu góðgerðarvikunnar, var haldin með pomp og prakt á hinum glæsilega Telebar á nýja Iceland Parliament hótelinu við Austurvöll þar sem íslensk nútímalist er í hávegum höfð. Mikið var um dýrðir og rauði liturinn var í forgrunni þar sem Negroni kokteillinn fékk að baða sig í sviðljósinu.
Lokahátíð Negroni vikunnar, alþjóðlegu góðgerðarvikunnar, var haldin með pomp og prakt á hinum glæsilega Telebar á nýja Iceland Parliament hótelinu við Austurvöll þar sem íslensk nútímalist er í hávegum höfð. Mikið var um dýrðir og rauði liturinn var í forgrunni þar sem Negroni kokteillinn fékk að baða sig í sviðljósinu.
Negroni seðlarnir á þeim veitingastöðum sem tóku þátt í Negroni hátíðinni voru mjög spennandi og voru ótrúlega margar skemmtilegar útfærslur af Negroni kynntar til leiks. Barþjónaklúbburinn gekk á milli bara veitingastaða og valdi besta Negroni kokteilinn, besta ginið til að nota í Negroni og besta óáfenga Negroni kokteilinn. Úrslitin voru kunngjörð á Telebar við mikinn fögnuð viðstaddra en eftirtaldir veitingastaðir/barir urðu hlutskarpastir:
Að þessu sinni voru það samtökin Ljónshjarta sem hlutu styrki sem safnaðist í góðgerðarvikunni en Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börn þeirra. Það söfnuðust alls 476.036,- í heildina og rennur öll upphæðin óskert til samtakanna.
Klakavinnslan hélt utan um góðgerðarvikuna og forsvarsmaður hennar Fannar Alexander Arason var afar þakklátur með alla þá aðila sem tóku þátt á einn eða annan hátt. „Sérstakar þakkir til Hákons Freys Hovdenak hjá Hovdenak Distillery og Birgis Má Sigurðarsonar hjá Marberg. Fannar Logi Jónsson og Sóley Kristjánsdóttir hjá Ölgerðinni, Valgarður Finnbogason hjá Drykkur, Ivan Svanur Corvasce hjá Spritz og Reykjavík Cocktails sömuleiðis fyrir þeirra framlag. Katrínu Sólveig Sigmarsdóttir hjá Ljónshjartanu fyrir að leyfa okkur að taka þátt í söfnun fyrir samtökin. Ástríði Kristínu Ómarsdóttur á K.E.X Hostel og Sólveigu Jóhönnu Jónsdóttur á Parliment Hotel fyrir gefa okkur tækifæri að halda opnunarkvöldið og lokahátíðina hjá þeim. Teiti Ridderman Schiöth forseta Barþjónaklúbbsins og meðlimum hans fyrir þeirra framlag. Magnúsi Ólafssyni hjá Margt Smátt og öllum hjá Herrafata Verzlun Kormáks og Skjaldar síðast en ekki síst Huld Haraldsdóttir fyrir ómetanlegt stuðning í gegnum allt,“ segir Fannar Alexander Arason.
Fyrir áhugasama þá er Telebar nýr bar á besta stað við Austurvöll við hlið veitingastaðarins Hjá Jóni og hefur hlotið verðskuldaða athygli gesta fyrir umgjörð og þjónustulund. Telebar er opinn fyrir gesti og gangandi og við bjóðum upp á fallega, ljúffenga kokteila, úrval vína og barseðil. Barþjónarnir eru með Hamingjustund alla daga og jass á fimmtudögum frá 20.00 til 22.00 ásamt kokteilstund.