Mjög alvarlegt ef um hatursglæp er að ræða

Réttindabarátta hinsegin fólks | 27. september 2023

Mjög alvarlegt ef um hatursglæp er að ræða

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst slegin yfir þeim fregnum að ráðist hafi verið á ráðstefnugest Samtakanna 78 í gærkvöldi. Hyggst hún ráðast í þær aðgerðir sem hún getur til þess að vekja athygli á hatursorðræðu í samfélaginu.

Mjög alvarlegt ef um hatursglæp er að ræða

Réttindabarátta hinsegin fólks | 27. september 2023

„Þetta er ráðstefna sem við vorum að styðja og fjallaði …
„Þetta er ráðstefna sem við vorum að styðja og fjallaði einmitt um þessa stöðu og svo bara raungerist hún,“ segir forsætisráðherra. segir Katrín. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst slegin yfir þeim fregnum að ráðist hafi verið á ráðstefnugest Samtakanna 78 í gærkvöldi. Hyggst hún ráðast í þær aðgerðir sem hún getur til þess að vekja athygli á hatursorðræðu í samfélaginu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst slegin yfir þeim fregnum að ráðist hafi verið á ráðstefnugest Samtakanna 78 í gærkvöldi. Hyggst hún ráðast í þær aðgerðir sem hún getur til þess að vekja athygli á hatursorðræðu í samfélaginu.

Fyrr í dag var greint frá því að ráðist hafi verið á karlmann sem sótti ráðstefnu Samtakanna '78. Formaður samtakanna sagði einnig við mbl.is í dag að veist hafi verið að litl­um hópi ráðstefnu­gesta sem voru á göngu niðri í bæ á mánudag. Grun­ur leikur á að fleiri en einn hafi komið að árás­inni.

Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða hatursglæp eða ekki en lögreglan skoðar nú hvort rannsaka eigi árásina sem slíkan.

„Ef það er svo að þarna séu slíkar ástæður að baki þá er það auðvitað bara mjög alvarlegt,“ segir Katrín í samtali við mbl.is

Einmitt fjallað um bakslag í réttindabaráttu

„Ég var rosalega slegin við að lesa þessar fregnir, því ég var þarna í gær og það var svo mikil jákvæðni og kraftur,“ segir Katrín.

Forsætisráðherra stýrði fundi í Norrænu ráðherranefndinni um jafnrétti og hinsegin málefni í gær. Þá var bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks sérstaklega til umræðu. Ráðstefna Samtakanna ‘78 var síðan einnig haldin í samstarfi við forsætisráðuneytið og ráðherranefndina.

„Þetta er ráðstefna sem við vorum að styðja og fjallaði einmitt um þessa stöðu og svo bara raungerist hún,“ segir forsætisráðherra. 

Norræna ráherranefndin á fundinum í gær. Á borðunum er einmitt …
Norræna ráherranefndin á fundinum í gær. Á borðunum er einmitt vitnað í bakslagið. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Bakslagið til umræðu á alþjóðavísu

Hún bendir á að samhliða lagalegum úrbótum á réttindum hinsegin fólks hafi bakslag í baráttunni gert við sig vart – bakslag „sem öll Norðurlöndin hafa fundið fyrir og er auðvitað bara mikið til umræðu á alþjóðavísu“.

Í vor lagði forsætisráðherra fram sérstaka aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu, sem mætti nokkurri andstöðu á þinginu. Katrín hyggst þó leggja fram endurskoðaða áætlun fyrir þingið en fram að því beita sér til hins fyllsta að vekja athygli á hatursorðræðu í samfélaginu.

„Ég hef ákveðið að taka [aðgerðaáætlunina] til endurskoðunar en ég hef ákveðið að ráðast í þær aðgerðir sem ég get sjálf ráðist í, bara í krafti míns embættis sem forsætisráðherra,“ segir Katrín.

„Ég held að það veiti bara ekki af. Í rauninni snúast aðgerðir gegn hatursorðræðu ekki um að skerða tjáningarfrelsi fólks. Þetta snýst um það að fólk sé ekki að skerða frelsi annarra með kerfisbundnum hætti í gegn um hatursfulla og niðrandi framkomu.“

mbl.is