5 bestu sólarstaðirnir til að heimsækja í vetur

Sólarlandaferðir | 28. september 2023

5 bestu sólarstaðirnir til að heimsækja í vetur

Það er fátt betra en að skella sér í sólarlandaferð og fylla á D-vítamínbirgðirnar á veturna. Fjöldi spennandi áfangastaða býður upp á suðrænt og sólríkt veðurfar yfir vetrarmánuðina sem ætti að gleðja sólþyrstan landann í mesta skammdeginu.

5 bestu sólarstaðirnir til að heimsækja í vetur

Sólarlandaferðir | 28. september 2023

Á að skella sér til útlanda í vetur?
Á að skella sér til útlanda í vetur? Samsett mynd

Það er fátt betra en að skella sér í sólarlandaferð og fylla á D-vítamínbirgðirnar á veturna. Fjöldi spennandi áfangastaða býður upp á suðrænt og sólríkt veðurfar yfir vetrarmánuðina sem ætti að gleðja sólþyrstan landann í mesta skammdeginu.

Það er fátt betra en að skella sér í sólarlandaferð og fylla á D-vítamínbirgðirnar á veturna. Fjöldi spennandi áfangastaða býður upp á suðrænt og sólríkt veðurfar yfir vetrarmánuðina sem ætti að gleðja sólþyrstan landann í mesta skammdeginu.

Kýpur

Kýpur er sjarmerandi eyja austast í Miðjarðarhafi sem ætti að falla vel í kramið hjá náttúru- og útivistarunnendum en mikil náttúrufegurð einkennir eyjuna. Vetrarmánuðirnir eru góður tími til að heimsækja Kýpur, og þá sérstaklega október og nóvember, en meðalhiti á veturna er um 22°C.

Fallegt sjónarspil í sólsetrinu á Kýpur.
Fallegt sjónarspil í sólsetrinu á Kýpur. Ljósmynd/Unsplash/Kenny Febrian

Balí

Balí er suðræn sólarparadís allan ársins hring en eyjan er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð, fallega regnskóga og töfrandi sólsetur. Þó svo rigningartímabilið sé frá nóvember og fram í apríl er vetrartíminn tilvalinn til að heimsækja eyjuna, og ódýrari. Meðalhiti yfir veturna er um 27°C.

Mikil náttúrufegurð einkennir Balí.
Mikil náttúrufegurð einkennir Balí. Ljósmynd/Unsplash/Spenser Sembrat

Kalifornía

Kalifornía er sólríkasta ríki Bandaríkjanna og er þekkt fyrir milt hitastig, litla rigningu og mikið sólskin á veturna. Það eru ótal sjarmerandi strendur sem taka á móti ferðalöngum og tilvalið að nýta vetrarmánuðina í að ferðast á milli borga Kaliforníu þar sem meðalhiti yfir veturinn er 21°C.

Hvernig hljómar jeppaferð um Kaliforníu í vetur?
Hvernig hljómar jeppaferð um Kaliforníu í vetur? Ljósmynd/Unsplash/Luke Bender

Kanaríeyjar

Það er alltaf sumar á Kanaríeyjum sem gerir eyjarnar að frábærum áfangastað allt árið um kring. Hitastigið yfir vetrarmánuðina er milt og gott, eða um 22°C, og nóg af spennandi áfangastöðum að velja úr.

Kanaríeyjar eru alltaf góð hugmynd!
Kanaríeyjar eru alltaf góð hugmynd! Ljósmynd/Pexels/Lukas Medvedevas

Bahamaeyjar

Hvítar strendur og tær sjór einkenna Bahamaeyjar allan ársins hring. Eyjarnar eru hinn fullkomni staður til að láta streituna líða úr sér og næla sér í smá D-vítamín yfir veturinn og er sérstaklega mælt með ferðalagi þangað í nóvember og desember. Meðalhiti yfir vetrartímann er 25°C.

Eyjan er töfrandi staður.
Eyjan er töfrandi staður. Ljósmynd/Unsplash/Deanna Lewis
mbl.is