Dísilolía og minni hraði gæti minnkað mengun

Mengandi hreinsibúnaður skipa | 28. september 2023

Dísilolía og minni hraði gæti minnkað mengun

CE Delft telur að draga megi úr losun skipanna um 28-47% með því að meðalhraði skipanna lækki um 20-30%, að nýtt sé afl vindsins á skipum þar sem slíkt er gerlegt og að 5-10% af orkugjafa skipanna séu kolefnislaus, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Dísilolía og minni hraði gæti minnkað mengun

Mengandi hreinsibúnaður skipa | 28. september 2023

Draga má verulega úr sótmengun skipa með því að brenna …
Draga má verulega úr sótmengun skipa með því að brenna dísilolíu í stað svartolíu. mbl.is/Árni Sæberg

CE Delft telur að draga megi úr losun skipanna um 28-47% með því að meðalhraði skipanna lækki um 20-30%, að nýtt sé afl vindsins á skipum þar sem slíkt er gerlegt og að 5-10% af orkugjafa skipanna séu kolefnislaus, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

CE Delft telur að draga megi úr losun skipanna um 28-47% með því að meðalhraði skipanna lækki um 20-30%, að nýtt sé afl vindsins á skipum þar sem slíkt er gerlegt og að 5-10% af orkugjafa skipanna séu kolefnislaus, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Samhliða þessu hefur verið þekkt í áratugi að minnka má sótmengun um allt að 40% með því að skipta út svartolíu sem orkugjafa flutninga- og skemmtiferðaskipa og nýta í staðinn dísilolíu. Þá getur sótmengunin minnkað um 90% ef settar eru í skipin dísilagnasíur, en það er tækni sem hefur verið í notkun um margra ára skeið í landflutningum.

Bann við notkun svartolíu við Ísland gildir ekki um skip sem nýta hreinsibúnað, en flest þeirra dæla úrgangnum í sjóinn.

Sótmengun vegna bruna svartolíu hefur aukin loftslagsáhrif sérstaklega á norðurslóðum þar sem áhrif sótsins eru töluvert meiri en annars staðar vegna þess að sótið leggst á snjó og ís og dregur úr endurspeglun, með því eykst hiti og bráðnun gerist hraðar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is