Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush var gestur í hlaðvarpsþætti Teboðsins á dögunum þar sem hún ræddi ýmislegt áhugavert sem tengist kynlífi, þar á meðal hver sjái um að losa þig við kynlífstækin þegar þú deyrð.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush var gestur í hlaðvarpsþætti Teboðsins á dögunum þar sem hún ræddi ýmislegt áhugavert sem tengist kynlífi, þar á meðal hver sjái um að losa þig við kynlífstækin þegar þú deyrð.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush var gestur í hlaðvarpsþætti Teboðsins á dögunum þar sem hún ræddi ýmislegt áhugavert sem tengist kynlífi, þar á meðal hver sjái um að losa þig við kynlífstækin þegar þú deyrð.
Þátturinn, sem er í umsjón Birtu Lífar Ólafsdóttur og Sunnevu Einarsdóttur, er aðeins aðgengilegur áskrifendum Teboðsins, en þær birtu skemmtilega stiklu úr þættinum á Instagram-reikningi hlaðvarpsins.
„Hafið þið séð inn á TikTok þar sem er alltaf verið að spyrja: „Ertu með eitthvað plan hver sér um kynlífstækin þegar þú deyrð? Hver ætlar að eyða þeim?,“ spyr Gerður.
„Ég hugsa svo oft um þetta út frá sjálfri mér af því að ég er með svona kommóðu úr Ikea, svona Billy-kommóður eða eitthvað, nema ég er með svona með sex skúffum, alveg bara tvöfalda. Þannig að við þyrftum eiginlega bara að fá eitthvað „team“ skilurðu, það væri ekki einhver einn sem færi í gegnum þetta og myndi losa okkur við þetta ef við myndum falla frá bæði,“ segir Gerður.
„Þannig þetta væri alveg hörku vinna. Ég þarf eiginlega bara að fara ráða einhvern í þetta verkefni,“ bætti hún við.