Umhverfisslysið sem nú er staðfest, Þar sem hundruð eldislaxa ganga í laxveiðiár um allt land heldur áfram að versna. Fram til þessa hafa laxar úr strokinu frá Arctic Fish ekki veiðst sunnan Snæfellsness.
Umhverfisslysið sem nú er staðfest, Þar sem hundruð eldislaxa ganga í laxveiðiár um allt land heldur áfram að versna. Fram til þessa hafa laxar úr strokinu frá Arctic Fish ekki veiðst sunnan Snæfellsness.
Umhverfisslysið sem nú er staðfest, Þar sem hundruð eldislaxa ganga í laxveiðiár um allt land heldur áfram að versna. Fram til þessa hafa laxar úr strokinu frá Arctic Fish ekki veiðst sunnan Snæfellsness.
Nú eru þessar fiskar komnir í Borgarfjörðinn og á Mýrarnar. Fiskur með eldiseinkenni veiddist í Hítará í morgun. Eftir er að greina fiskinn en útlitið er það sama og á vel yfir tvö hundruð slíkum sem þegar hafa veiðst innan um villta laxa. Þá hefur einn veiðst í Álftá á Mýrum og einnig fékkst fiskur í Hraunsá sem fellur í Hvítá í Borgarfirði. En í Hvítá renna, Norðurá, Þverá og Grímsá. Þetta er enn eitt áfallið í þessu máli.
Haraldur Eiríksson leigutaki Hítarár var að ná í klakfisk í Hítará í morgun ásamt Skúla Kristinssyni leiðsögumanni. Hrogn úr klakfiskinum eru grafin fyrir ofan skriðuna sem féll sumarið 2018.
Þeir félagar voru að sækja hrygnur í Langadrátt þegar Halli nefndi við Skúla að rétt væri að kasta yfir Breiðina þar sem göngufiskur stoppar gjarnan. Hugsunin var að kanna hvort eldisfiskur væri mögulega á ferðinni. Skúli gerði það og fljótlega tók silfurbjört hrygna Sunrayinn. Þeir vissu báðir hvað þetta þýddi.
Hrygnan var hauslítil, þykk, silfurbjört, uggatætt og með gulbrúnan lit á tálknbörðum. „Þetta er sending frá þessum sjókvíaeldisfyrirtækjum í boði Einars K. Guðfinnssonar og félaga. Þeirra verður minnst fyrir að ganga af villta íslenska laxinum dauðum.
Ef að forveri minn hér við Hítará, Jóhannes á Borg hefði upplifað þetta þá hefði hann ekki hent í einhverja facebookfærslu. Hann hefði látið verkin tala og heimsótt menn,“ sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Sporðaköst skömmu eftir að þeir félagar höfðu landað laxinum.
„Nú þarf maður að fara að fylgjast með Kjósinni. Væntanlega er hann á leiðinni þangað líka,“ dæsti Haraldur en hann er líka leigutaki að Laxá í Kjós.