Sjónvarpskonan Sharon Osbourne viðurkenndi í sjónvarpsviðtali á dögunum að hafa misnotað sykursýkislyfið Ozempic. Fyrrverandi þáttastýran hefur misst tæplega 15 kíló á innan við fjórum mánuðum og vegur í dag aðeins 45 kíló.
Sjónvarpskonan Sharon Osbourne viðurkenndi í sjónvarpsviðtali á dögunum að hafa misnotað sykursýkislyfið Ozempic. Fyrrverandi þáttastýran hefur misst tæplega 15 kíló á innan við fjórum mánuðum og vegur í dag aðeins 45 kíló.
Sjónvarpskonan Sharon Osbourne viðurkenndi í sjónvarpsviðtali á dögunum að hafa misnotað sykursýkislyfið Ozempic. Fyrrverandi þáttastýran hefur misst tæplega 15 kíló á innan við fjórum mánuðum og vegur í dag aðeins 45 kíló.
Osbourne, sem er gift eilífðarrokkaranum Ozzy Osbourne, var gestur í spjallþætti Piers Morgan ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, og ræddi meðal annars um þyngdartap sitt. Hún sagðist hafa nýtt sér „auðveldu leiðina“ til að losna við „aukakílóin“ og viðurkenndi einnig að hafa farið of langt.
Mörgum brá í brún yfir breyttu útliti Osbourne, en andlit hennar var beinabert og náfölt.
Sjónvarpskonan er ein af mörgum Hollywood-stjörnum sem hafa viðurkennt að hafa notfært sér lyfið til að grennast hratt. Amy Schumer, Tracy Morgan og Chelsea Handler hafa öll játað að hafa nýtt sér grenningarmátt lyfsins.