Áhættumat erfðablöndunar er sprungið

Dagmál | 2. október 2023

Áhættumat erfðablöndunar er sprungið

Eitt af þeim atriðum sem lagt er grundvallar í sjókvíaeldi er áhættumat erfðablöndunar. Í dag er það fjögur prósent og miðast við fjölda fiska. Bæði stofnstærð og þann fjölda strokulaxa sem gætu gengið í tiltekna á. Í það minnsta þrjár laxveiðiár hafa nú sprengt þetta áhættumat. Hrútafjarðará er komin í að minnsta kosti tuttugu prósent og Blanda og Laxá á Refasveit hafa gert hið sama.

Áhættumat erfðablöndunar er sprungið

Dagmál | 2. október 2023

Eitt af þeim atriðum sem lagt er grundvallar í sjókvíaeldi er áhættumat erfðablöndunar. Í dag er það fjögur prósent og miðast við fjölda fiska. Bæði stofnstærð og þann fjölda strokulaxa sem gætu gengið í tiltekna á. Í það minnsta þrjár laxveiðiár hafa nú sprengt þetta áhættumat. Hrútafjarðará er komin í að minnsta kosti tuttugu prósent og Blanda og Laxá á Refasveit hafa gert hið sama.

Eitt af þeim atriðum sem lagt er grundvallar í sjókvíaeldi er áhættumat erfðablöndunar. Í dag er það fjögur prósent og miðast við fjölda fiska. Bæði stofnstærð og þann fjölda strokulaxa sem gætu gengið í tiltekna á. Í það minnsta þrjár laxveiðiár hafa nú sprengt þetta áhættumat. Hrútafjarðará er komin í að minnsta kosti tuttugu prósent og Blanda og Laxá á Refasveit hafa gert hið sama.

Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag og ræðir þar slysasleppinguna sem varð úr sjókvíum í nágrenni Patreksfjarðar.

Hann bendir á að menn hafi sett töluna fjögur prósent á sínum tíma enda hafi þurft að byrja einhvers staðar. Nú hefur vinna við endurskoðað áhættumat verið tekin upp að nýju í ljósi þess umhverfisslyss sem orðið hefur. Sérstaklega er það sú staðreynd hversu hátt hlutfall var af kynþroska fiski í kvíum Arctic Fish þegar fiskurinn slapp sem breytir þeim forsendum sem menn hafa verið að vinna eftir og áhættumatið byggir á.

Fyrir stóran og sterkan stofn villtra laxa er kannski ekki mikið áhyggjuefni að nokkrir strokulaxar gangi í ána. En þegar er um að lítinn stofn og mikinn fjölda eldislaxa sér hver maður í hendi sér að áhrifin geta verið mikil og afgerandi.

Hér að ofan er brot úr viðtalinu við Guðna þar sem áhættumatið ber á góma. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun ræðir um slysasleppingar.
Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun ræðir um slysasleppingar. Samsett mynd
mbl.is