Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur til að byggðakvótar verði sameinaðir og heimildir nýttar með löndunarívilnun á sama hátt og gildir um ívilnun á afla dagróðrabáta á línu. Þá vill sambandið að aðeins bátar sem eru innan við 30 brúttótonn og styttri en 15 metrar geta fengið úthlutaðan umræddan kvóta og að allur afli sem fæst á grundvelli þessa heimilda verði seldur á uppboði á fiskmarkaði.
Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur til að byggðakvótar verði sameinaðir og heimildir nýttar með löndunarívilnun á sama hátt og gildir um ívilnun á afla dagróðrabáta á línu. Þá vill sambandið að aðeins bátar sem eru innan við 30 brúttótonn og styttri en 15 metrar geta fengið úthlutaðan umræddan kvóta og að allur afli sem fæst á grundvelli þessa heimilda verði seldur á uppboði á fiskmarkaði.
Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur til að byggðakvótar verði sameinaðir og heimildir nýttar með löndunarívilnun á sama hátt og gildir um ívilnun á afla dagróðrabáta á línu. Þá vill sambandið að aðeins bátar sem eru innan við 30 brúttótonn og styttri en 15 metrar geta fengið úthlutaðan umræddan kvóta og að allur afli sem fæst á grundvelli þessa heimilda verði seldur á uppboði á fiskmarkaði.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn samtakanna um skýrsluna Sjálfbær sjávarútvegur sem unnin var af starfshópum Auðlindarinnar okkar og birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Fresti til að skila umsögnum lauk 28. septemebr og hafa borist 15 umsagnir, en skýrslan á að vera grundvöllur nýrra laga um stjórn fiskveiða.
Í umsögn sinni leggur LS til að fiskvinnslur á sama svæði og afla sem fæst með umræddri ívilnun er landað eigi að fá heimidl til að gana inn í hæsta tilboð á fiskmörkuðum. Auk þess sem sambandið vill að bátar sem engar heimildir hafa en hafa fengið byggðakvóta undanfarin ár verði úthlutað a.m.k. fimm óframseljanlegum þorskígildistonnum.
Auk þess er lagt til að 3.500 tonn af þorski gangi til strandveiða og línuívilnunar, 650 tonn af ýsu fari í línuívilnun og 1.000 tonn af ufsa verði nýttur sem ívilnun á aflamark við handfæraveiðar. Þessum aflaheimildum verði dregnar frá áður en heimildum til byggðakvóta er útdeilt til byggðarlaga.
Þá hvetur LS matvælaráðherra til að leggja strax til auknar heimildir til strandveiða eða skilja strandveiðar frá aflamarkskerfinu. Er fullyrt að fyrirkomulagið með tólf veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði á ári sé að grunni til sóknarmark og ekki samræmanlegt aflamarkskerfi.
Jafnframt er öllum hugmyndum um afnám línuívilnunar harðlega mótmætl. „Svo virðist sem hópurinn hafi látið hjá líðast að kynna sér mikilvægi línuívilnunar. Með stækkun krókaflamarksbáta árið 2013 hófst mikil samþjöppun í veiðikerfinu og til urðu bátar að stærstu gerð með yfir þúsund tonna veiðiheimildir, dæmi um að aflinn á fiskveiðiárinu hafi farið yfir tvö þúsund tonn. Við ákveðinn tonnafjölda er brot í afkomunni þannig að það er hagkvæmara að vera með beitningavél og sleppa línuívilnun. Það er helsta ástæða þess að færri njóta nú línuívilnunar og heimildir til hennar hafa dregist saman.“
LS leggur til að rækju- og skelbætur í þorski sem skipt hafa um eigendur gangi til strandveiða og línuívilnunar, en aðrar tegundir bótanna leggist við ívilnunarheimildir byggðakvóta.