Landsliðskokkurinn á alltaf íslenskt smjör í ísskápnum

Matarvenjur | 3. október 2023

Landsliðskokkurinn á alltaf íslenskt smjör í ísskápnum

Hugi Rafn Stefánsson matreiðslumaður sviptir hér hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni og ljóstrar leyndarmáli sínu með innihald ísskápsins. Hugi er 23 ára gamall og er meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Þetta er fyrsta tímabilið hans og sér hann um forréttinn með fyrirliðanum Ísaki Aroni Jóhannssyni í Restaurant of nations og lystaukann í Chef's table. Hann hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og veit í raun ekkert skemmtilegra en að sýsla við matargerð.

Landsliðskokkurinn á alltaf íslenskt smjör í ísskápnum

Matarvenjur | 3. október 2023

Hugi Rafn Stefánsson matreiðslumaður sviptir hér hulunni af matarvenjum sínum …
Hugi Rafn Stefánsson matreiðslumaður sviptir hér hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Hugi Rafn Stefánsson matreiðslumaður sviptir hér hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni og ljóstrar leyndarmáli sínu með innihald ísskápsins. Hugi er 23 ára gamall og er meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Þetta er fyrsta tímabilið hans og sér hann um forréttinn með fyrirliðanum Ísaki Aroni Jóhannssyni í Restaurant of nations og lystaukann í Chef's table. Hann hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og veit í raun ekkert skemmtilegra en að sýsla við matargerð.

Hugi Rafn Stefánsson matreiðslumaður sviptir hér hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni og ljóstrar leyndarmáli sínu með innihald ísskápsins. Hugi er 23 ára gamall og er meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Þetta er fyrsta tímabilið hans og sér hann um forréttinn með fyrirliðanum Ísaki Aroni Jóhannssyni í Restaurant of nations og lystaukann í Chef's table. Hann hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og veit í raun ekkert skemmtilegra en að sýsla við matargerð.

Elskar að keppa í matreiðslu

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matreiðslu en byrjaði ekki að vinna við það fyrr en ég var orðinn 17 ára gamall og þá kviknaði mikið á áhuganum. Ég er búinn að starfa á nokkrum stöðum hér í bænum ásamt því að vinna á veitingastað í Noregi. Í dag er ég sjálfstætt starfandi og líka í kokkalandsliðinu eins og fram hefur komið en er mikið að einblína á það þessa daga þar sem ég elska ekkert annað en að keppa í matreiðslu.

Hvað færðu þér í morgunmat?

 „Ég er alls ekki einn þeirra sem fæ mér alltaf morgunmat en ef ég fæ mér einhvern morgunmat þá er það bara yfirleitt þeytingur með jarðarberjum, ananas, mangó, súkkulaðipróteini og möndumjólk. 

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

 Finnst alltaf gott að grípa í skyr sem smá svona millimál.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?

 Nei, í raun ekki. Hádegismatur er ekkert þannig lagað ómissandi fyrir mér, ég yfirleitt gríp mér bara eitthvað tilbúið. En mér finnst kvöldmaturinn vera alveg ómissandi þá vil ég elda mér góða máltíð. 

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

 Smjör. Það er er alltaf til íslenskt smjör í ísskápnum, finnst það vera besta hráefnið til þess að nota í matinn.

Uppáhaldsgrillmaturinn þinn?

Gott hreindýra-fillet.“ 

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

 OTO eða Sumac, fer eftir hvernig stuði maður er í.

Geranium á Kaupmannahöfn á bucket-listanum

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

Það eru alveg þó nokkrir staðir sem mig langar mjög mikið að heimsækja en þeir svona helstu sem mig langar að fara á eru Geranium í Kaupmannahöfn, Frantzen og Aira í Stokkhólmi og Zén í Singapore.

Hvaða matarupplifun stendur upp úr í lífi þínu?

 Eftir að hafa unnið á veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi, Noregi fékk ég áður en ég flutti aftur heim að upplifa það að vera gestur á veitingastaðnum. Það var mjög skemmtileg matarupplifun bæði að fá þjónustuna tengt matnum og fá að upplifa allan matseðilinn í einu.

Engispretta ekki besti matur sem ég hef smakkað

Hvað er það versta sem þú hefur bragðað?

 Ég smakkaði engisprettu í Marokkó núna í sumar og það var ekki besti matur sem ég hef smakkað.

Uppáhaldskokkurinn þinn?

Ég á alveg nokkra uppáhalds kokka en held ég verð að segja Viktor Örn Andrésson, Sigurður Laufdal, Sigurður Helgason og Rasmus Kofoed standi upp úr.

Uppáhaldsdrykkurinn þinn?

 Á ekki beint neinn uppáhalds drykk en ég elska súra og ferska drykki. 

Ertu góður kokkur?

 „Já, ég myndi segja að ég væri bara nokkuð góður kokkur þar sem ég hef gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist matreiðslu.“

mbl.is