Ecco-nomics útgáfan af Ásgeiri Jónssyni

Steldu stílnum | 4. október 2023

Ecco-nomics útgáfan af Ásgeiri Jónssyni

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var sumarlegur í morgun þegar hann kynnti peningastefnu bankans. Á fundinum, sem fór fram í Þjóðmenningarhúsinu, kom fram að stýrivextir yrðu óbreyttir. Hann sagði hinsvegar að það væri of mikill hita á fasteignamarkaðnum. 

Ecco-nomics útgáfan af Ásgeiri Jónssyni

Steldu stílnum | 4. október 2023

Ásgeir Jónsson hefur áhuga á klæðaburði og því kom ekki …
Ásgeir Jónsson hefur áhuga á klæðaburði og því kom ekki á óvart að hann væri í sportlegum spariskóm í morgun. Samsett mynd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var sumarlegur í morgun þegar hann kynnti peningastefnu bankans. Á fundinum, sem fór fram í Þjóðmenningarhúsinu, kom fram að stýrivextir yrðu óbreyttir. Hann sagði hinsvegar að það væri of mikill hita á fasteignamarkaðnum. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var sumarlegur í morgun þegar hann kynnti peningastefnu bankans. Á fundinum, sem fór fram í Þjóðmenningarhúsinu, kom fram að stýrivextir yrðu óbreyttir. Hann sagði hinsvegar að það væri of mikill hita á fasteignamarkaðnum. 

Það vakti athygli blaðamanns að Ásgeir klæddist brúnum leðurskóm frá Ecco með hvítum höggdempun botni. Skórnir rímuðu ágætlega við hvíta Adidas-skó Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra sem var í dökkblárri skyrtu við skóna. Ásgeir var hinsvegar í klassískum dökkum einhnepptum jakkafötum og í ljósblárri skyrtu við. 

Fólk sem vill stela stíl Ásgeirs Jónssonar getur fjárfest í svipuðum skóm. Þeir eru reyndar ekki til með hvítum sóla heldur brúnum eða svörtum og fást í vefversluninni skór.is. Það sem er allra best við skóna að þeir eru á tilboði núna, sem er mjög gott fyrir hagkerfið ef verðbólga á fara niður.

Upphaflega kostuðu skórnir 26.995 kr. en kosta nú 21.596 kr. Einhver myndi segja að það væri gjöf - ekki gjald! Ósvaraða spurningin er hinsvegar hvort þjóðin þurfi að koma sér upp samskonar íþróttaskóm til að geta hlaupið hratt á brott undan verðbólgudraugnum. 

Ecco ST.1 Hybrid götuskór eins og Ásgeir Jónsson klæddist í …
Ecco ST.1 Hybrid götuskór eins og Ásgeir Jónsson klæddist í morgun, bara með dökum sóla, fást á skor.is.
Ásgeir Jónsson og Rannveig Sigurðardóttir.
Ásgeir Jónsson og Rannveig Sigurðardóttir. mbl.is/Stefán Einar Stefánsson
Ásgeir Jónsson og Rannveig Sigurðardóttir voru bæði í sportlegum skóm …
Ásgeir Jónsson og Rannveig Sigurðardóttir voru bæði í sportlegum skóm í morgun. Þýðir þetta að stýrivextir séu að fara niður? Eða er betra að vera í íþróttaskóm ef fólk vill hlaupa sem hraðast til að flýja þetta ástand? mbl.is/Stefán Einar Stefánsson
mbl.is