Stikla: IceGuys gera allt vitlaust

IceGuys | 4. október 2023

Stikla: IceGuys gera allt vitlaust

Strákasveitin IceGuys mun bráðum birtast landsmönnum á sjónvarpsskjánum þar sem ný íslensk leikin þáttaröð um sveitina hefst á Sjónvarpi Símans Premium á föstudag.

Stikla: IceGuys gera allt vitlaust

IceGuys | 4. október 2023

Strákasveitin IceGuys mun bráðum birtast landsmönnum á sjónvarpsskjánum þar sem ný íslensk leikin þáttaröð um sveitina hefst á Sjónvarpi Símans Premium á föstudag.

Strákasveitin IceGuys mun bráðum birtast landsmönnum á sjónvarpsskjánum þar sem ný íslensk leikin þáttaröð um sveitina hefst á Sjónvarpi Símans Premium á föstudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en fyrsta stiklan í fullri lengd hefur nú verið birt og má sjá í spilaranum hér að ofan.

Lög sveitarinnar hafa fengið mikla hlustu síðustu vikur og þá tróðu þeir eftirminnilega upp í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. Karlakvintettinn skipa Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason.

Leiðin á toppinn þyrnum stráð

Þættirnir fjalla um hið nýstofnaða strákasveit IceGuys og leið þeirra á toppinn en leiðin er sannarlega þyrnum stráð, að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Ég hef aldrei séð verkefni fá eins mikinn meðbyr, enda ertu með fimm stórstjörnur sem hafa allir fyrir löngu heillað íslensku þjóðina. Bæði strákarnir í IceGuys og framleiðslufyrirtækið Atlavík hafa unnið þrekvirki í skrifum, leik og framleiðslu. Ég hlakka til að leyfa áskrifendum okkar að njóta,“ er haft á eftir Birki Ágústssyni dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum.

Þættirnir eru í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, Allans Sigurðssonar og Hannesar Þórs Arasonar í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Atlavík en handritshöfundur er enginn annar en Sóli Hólm.

Frá vinstri: Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór …
Frá vinstri: Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Rúrik Gíslason. Samsett mynd
mbl.is