Bjarni Sæmundsson í rekstur í næstu viku

Hafrannsóknastofnun | 5. október 2023

Bjarni Sæmundsson í rekstur í næstu viku

Viðgerðir á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni ganga vel og er gert ráð fyrir að skipið verði komið aftur í rekstur í næstu viku. Bjarni Sæmundsson strandaði við Tálknafjörð 21. september.

Bjarni Sæmundsson í rekstur í næstu viku

Hafrannsóknastofnun | 5. október 2023

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson verð fyrir skemmdum þegar það strandaði við …
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson verð fyrir skemmdum þegar það strandaði við Tálknafjörð. mbl.is/sisi

Viðgerðir á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni ganga vel og er gert ráð fyrir að skipið verði komið aftur í rekstur í næstu viku. Bjarni Sæmundsson strandaði við Tálknafjörð 21. september.

Viðgerðir á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni ganga vel og er gert ráð fyrir að skipið verði komið aftur í rekstur í næstu viku. Bjarni Sæmundsson strandaði við Tálknafjörð 21. september.

Í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar kemur fram að skipið hafi komist í slipp 25. september og að unnið sé að viðgerðum og að útvegun varahluta er lokið. Sá hlutur skrokksins sem skemmdist var skorinn og verður komið fyrir þremur plötum á svæðið, en amk. fyrstu plötunni hefur verið komið fyrir.

„Gert er ráð fyrir að skipið verði komið aftur í rekstur í næstu viku. Þá halda verkefni ársins áfram og þau kláruð samkvæmt settri rannsóknaáætlun. Hafrannsóknastofnun var tryggð fyrir þessu tjóni,“ segir í tilkynningunni.

Skera þurfti byrt skemmdina á skipsskrokknum.
Skera þurfti byrt skemmdina á skipsskrokknum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Þakka viðbragðsaðilum

Þá þakkar Hafrannsóknastofnun áhöfn Bjarna Sæmundssonar og rannsóknarfólki fyrir „fumlaus og fagleg viðbrögð og vinnubrögð í þeim aðstæðum sem sköpuðust. Margir komu að því að aðstoða fólkið okkar og bjarga skipinu af strandstað. Við erum afar þakklát öllum þeim viðbragðsaðilunum sem tóku þátt í björguninni og að engin slys urðu á fólki.“

Þá þakkar skipstjóri Bjarna Sæmundssonar, áhöfn skipsins og rannsóknarfólk stofnunarinnar sérstaklega þeim fjölda fólks sem veittu aðstoð við strand skipsins. Er þökkum beint til aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar, skipstjórum og áhöfnum björgunarskipanna Varðar og Tálkna, skipstjórum og áhöfnum þjónustuskipanna Fosnafjord og Fosnakongen, hafnarstjóra Tálknafjarðar, starfsfólki sveitafélags Tálknafjarðar og Rauða krossinum í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Búið er að koma fyrir fyrstu plötunni af þremur.
Búið er að koma fyrir fyrstu plötunni af þremur. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
mbl.is