Fyrirtöku í Sæmarksmálinu svokallaða var frestað til 16. október. Til stóð að einn sakborninga myndi taka afstöðu til sakargifta í Héraðsdómi Reykjaness upp úr hádegi í dag. Hann komst aftur á móti ekki fyrir dóminn að þessu sinni. Þótti hann hafa lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni.
Fyrirtöku í Sæmarksmálinu svokallaða var frestað til 16. október. Til stóð að einn sakborninga myndi taka afstöðu til sakargifta í Héraðsdómi Reykjaness upp úr hádegi í dag. Hann komst aftur á móti ekki fyrir dóminn að þessu sinni. Þótti hann hafa lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni.
Fyrirtöku í Sæmarksmálinu svokallaða var frestað til 16. október. Til stóð að einn sakborninga myndi taka afstöðu til sakargifta í Héraðsdómi Reykjaness upp úr hádegi í dag. Hann komst aftur á móti ekki fyrir dóminn að þessu sinni. Þótti hann hafa lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni.
Þrír karlmenn eru ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir stórfellt skattalagabrot sem tengist rekstri fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks-Sjávarafurðum ehf. á árunum 2010 til 2017.
Eigandi og framkvæmdastjóri Sæmarks er Sigurður Gísli Björnsson. Hann hefur þegar neitað sök fyrir dómi. Hann er ákærður fyrir að hafa komist hjá því að greiða tæpleg hálfan milljarð í skatta eftir að hafa tekið tæplega 1,1 milljarð út úr rekstri félagsins og komið fyrir í aflandsfélögum sem hann átti.
Þá er hann einnig sagður hafa komist hjá því að greiða samtals yfir 100 milljónir í skatta í tengslum við rekstur Sæmarks með því að hafa vanframtalið tekjur félagsins og launagreiðslur starfsmanna upp á samtals 1,1 milljarð og þar með komist hjá því að greiða 81,8 milljónir í tryggingagjald.