Landvernd og hópur skólameistara eru meðal þeirra sem hafa bæst í hóp samtaka og einstaklinga sem setja út á tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og/eða hvernig var staðið að verkefninu.
Landvernd og hópur skólameistara eru meðal þeirra sem hafa bæst í hóp samtaka og einstaklinga sem setja út á tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og/eða hvernig var staðið að verkefninu.
Landvernd og hópur skólameistara eru meðal þeirra sem hafa bæst í hóp samtaka og einstaklinga sem setja út á tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og/eða hvernig var staðið að verkefninu.
Alls bárust í gegnum samráðsgátt stjórnvalda 15 umsagnir um skýrsluna og átta um áform um lagasetningu áður en fresturinn rann út 28. september. Ef marka má umsagnirnar virðist fátt hafa áunnist í átt að sátt um sjávarútveginn, en það var eitt helsta markmið með stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar sem matvælaráðherra hratt af stað á síðasta ári.
Að mati stjórnar umhverfissamtakanna Landverndar „eru hagsmunir stærri útgerða í fyrirrúmi í of mörgum af þeim tillögum og aðgerðum sem þar er að finna, á kostnað almennings, umhverfis og smærri aðila í sjávarútvegi.“ Undir þetta taka Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni.
Viðskiptaráð tekur í annan streng og hvetur til þess að við gerð frumvarps verði litið til þess „árangurs sem fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skilað íslensku þjóðinni; sjálfbærari nýtingu fiskistofna, fullnýtingu afurða, nýsköpun bæði innan sjávarútvegsins og í afleiddum greinum, verðmætasköpun sem byggt hefur undir velsæld samfélagsins og framlagi greinarinnar til loftslagsmála.“
Áður hafa fleiri samtök gagnrýnt fyrirkomulag vinnu Auðlindarinnar okkar. Sendu Landssamband smábátaeigenda, Strandveiðifélag Íslands og Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda frá sér tilkynningu 1. september þar sem harðlega var gagnrýnt að samráðsnefnd hefði ekki fengið að koma athugasemdum á framfæri við gerð skýrslunnar.
Í lok september sendu síðan fulltrúar Félags skipstjórnarmanna, VM, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Sjómannasambands Íslands, Starfsgreinasambandsins og Samtaka smærri útgerða frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að „efnistök þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir leiða í ljós að ekki var farið að stjórnarsáttmála. Alþjóðlegur samanburður fór ekki fram, mat á þjóðhagslegum ávinningi er takmarkað og mikilvægir þættir í samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs fá enga rýni.“
Nánar er fjallað um málið í Morgunblðinu í dag.