Að minnsta kosti 89 manns eru látnir, þar á meðal fimm börn, og 277 til viðbótar eru særðir eftir drónaárás sem var gerð á herskóla í sýrlensku borginni Homs í gær.
Að minnsta kosti 89 manns eru látnir, þar á meðal fimm börn, og 277 til viðbótar eru særðir eftir drónaárás sem var gerð á herskóla í sýrlensku borginni Homs í gær.
Að minnsta kosti 89 manns eru látnir, þar á meðal fimm börn, og 277 til viðbótar eru særðir eftir drónaárás sem var gerð á herskóla í sýrlensku borginni Homs í gær.
Sýrlenskur ríkisfjölmiðill greindi frá þessu.
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að 123 hafi látist, þar af 54 almennir borgarar, og að minnsta kosti 150 hafi særst.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en sýrlenski herinn hefur sakað „vopnuð hryðjuverkasamtök” um ódæðið.
Fjölskyldur og embættismenn söfnuðust saman í Homs í morgun við upphaf fyrstu jarðarfara þeirra sem létust.
„Ekki fara elskan mín,” grét svartklædd kona með hvít blóm sem missti son sinn í árásinni.
„Þessi svefn hentar þér ekki.”