Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnastjóri Sundabrautar, kynnti stöðu verkefnisins á morgunfundi Vegagerðarinnar í morgun.
Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnastjóri Sundabrautar, kynnti stöðu verkefnisins á morgunfundi Vegagerðarinnar í morgun.
Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnastjóri Sundabrautar, kynnti stöðu verkefnisins á morgunfundi Vegagerðarinnar í morgun.
Í máli Helgu kom fram að nú væri unnið að frumdrögum Sundabrautar frá Sæbraut og alveg upp á Kjalarnes.
Á sama tíma sé unnið að mati á umhverfisáhrifum fyrir þá valkosti sem eru til skoðunar og Reykjavíkurborg sé að vinna aðalskipulagsbreytingar sem þurfi óhjákvæmilega að gera.
Næst verði þá farið í samtöl við markaðinn og útboð og þá taki við for- og verkhönnun. Þegar hönnun liggi fyrir þurfi að breyta deiliskipulagi og semja við landeigendur og lóðarhafa.
Að því loknu þurfi að sækja um öll framkvæmdar- og starfsleyfi og eftir atvikum önnur þar til skilin leyfi sem og jafnvel að ráðast í einhverjar undirbúningsframkvæmdir. Þessum þáttum þarf að sinna áður en farið verður í framkvæmdir við sjálfa brautina.
Sagði Helga að þannig væri talsverð pressa á þessari vinnu en allir væru að róa í sömu átt og unnið væri markvisst að þessu.
Minntist hún á fjármögnun verkefnisins sem um gilda lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir en verkefnið er sem kunnugt er samstarfsverkefni ríkis og Reykjavíkurborgar.
Sagði hún að verkefnið væri boðið út með þeim hætti og að það þyrfti að gera álitlegt verkefni fyrir fjárfesta og þá sem koma að því og sýna fram á að hægt verði að hafa tekjur af verkefninu með gjöldum af umferð. Verkefnið verður boðið út sem ein heild; forhönnun, verkhönnun, framkvæmd, rekstur og möguleg gjaldtaka.
Annars vegar er horft á möguleikann um Sundabrú og hins vegar möguleikann um Sundagöng til að þvera Kleppsvík í fyrsta hluta verkefnisins. Lítið svigrúm er á valkostum við annan, þriðja og fjórða hluta Sundabrautar alveg upp á Kjalarnes.
Framkvæmdir eiga samkvæmt áætlun að hefjast árið 2026 og þeim á að vera lokið á árinu 2031.
Fundurinn var í beinu streymi á mbl.is.