„Sögulegt og magnað augnablik“

Mótmæli í Íran | 6. október 2023

„Sögulegt og magnað augnablik“

Friðarverðlaun Nóbels sem baráttukonan Narges Mohammadi hlaut í morgun eru „sögulegt og magnað augnablik þegar kemur að baráttunni fyrir frelsi í Íran”, sagði fjölskylda hennar, sem sagði það jafnframt leitt að Mohammadi gæti ekki tekið þátt í þessari „ótrúlegu stund”.

„Sögulegt og magnað augnablik“

Mótmæli í Íran | 6. október 2023

Narges Mohammadi.
Narges Mohammadi. AFP

Friðarverðlaun Nóbels sem baráttukonan Narges Mohammadi hlaut í morgun eru „sögulegt og magnað augnablik þegar kemur að baráttunni fyrir frelsi í Íran”, sagði fjölskylda hennar, sem sagði það jafnframt leitt að Mohammadi gæti ekki tekið þátt í þessari „ótrúlegu stund”.

Friðarverðlaun Nóbels sem baráttukonan Narges Mohammadi hlaut í morgun eru „sögulegt og magnað augnablik þegar kemur að baráttunni fyrir frelsi í Íran”, sagði fjölskylda hennar, sem sagði það jafnframt leitt að Mohammadi gæti ekki tekið þátt í þessari „ótrúlegu stund”.

Fjölskyldan sagði á Instagram-síðu Mohammadi að verðlaunin væru tileinkuð öllum Írönum, „sérstaklega hugrökku konunum og stúlkunum frá Íran sem hafa heillað heiminn með hugrekki sínu í baráttunni fyrir frelsi og jafnrétti”.

„Þessi mikli heiður ber vott um þrotlausa og friðsamlega baráttu Narges Mohammadi fyrir breytingum og frelsi í Íran,” sagði fjölskyldan jafnframt.

Narges Mohammadi árið 2007.
Narges Mohammadi árið 2007. AFP/Behrouz Mehri

Hugrekki íranskra kvenna

Mohammadi, sem situr í Evin-fangelsinu í höfuðborginni Teheran, hefur barist lengi gegn dauðarefsingum og skyldunni til að klæðast höfuðslæðum í Íran. Síðustu tvo áratugina hefur hún farið í og úr fangelsi. Síðast var hún fangelsuð árið 2021.

Sameinuðu þjóðirnar segja að með friðarverðlaunum Mohammadis sé vakin athygli á hugrekki íranskra kvenna sem eiga á hættu að vera refsað eða að verða fyrir áreitni.

Verðlaunin „varpa ljósi á hugrekki og ákveðni írönsku kvennanna og þann innblástur sem þær hafa veitt heiminum”, sagði Elizabeth Throssel, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is