Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu síðdegis á miðvikudag, og talinn var af stærðinni 4,7, virðist hafa verið 4,9 að stærð.
Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu síðdegis á miðvikudag, og talinn var af stærðinni 4,7, virðist hafa verið 4,9 að stærð.
Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu síðdegis á miðvikudag, og talinn var af stærðinni 4,7, virðist hafa verið 4,9 að stærð.
Nýjustu mælingar jarðvísindamanna Veðurstofunnar benda til þessa.
Ekki hefur mælst jafn stór jarðskjálfti í eldstöðinni frá því í júlí í fyrra, þegar skjálfti sömu stærðar reið yfir.
Skjálfti af stærðinni 4,8 varð svo í febrúar á þessu ári.
Eldstöðvakerfið hefur verið mjög virkt síðustu tólf þúsund ár. Hafa orðið þar að minnsta kosti 26 eldgos frá landnámi. Er kerfið talið það annað virkasta á landinu, á eftir Grímsvötnum.
Síðasta gos í Bárðarbungukerfinu var sprungugosið í Holuhrauni, sem hófst í ágúst árið 2014 og lauk í febrúar rúmu hálfu ári síðar.
Ljóst þykir að undir niðri sé kvika fyrir löngu farin að safnast fyrir á ný, eins og fram kom í máli Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings og prófessors emeritus, í samtali við mbl.is á síðasta ári.
Kvikusöfnuninni fylgir landris og skjálftavirkni, en nákvæmlega hvenær það leiðir til goss er óvíst.
„Þetta er þó merki um það að virknin i Bárðarbungu er í gangi ennþá, og því full ástæða til að hafa auga með þessari öflugustu eldstöð landsins,“ sagði Páll.