Hvenær eiga foreldrar unglinga að sofa saman?

Hvenær eiga foreldrar unglinga að sofa saman?

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá unglingamömmu sem er nánast hætt að sofa hjá unglingapabbanum því afkvæmin eru alltaf vakandi. 

Hvenær eiga foreldrar unglinga að sofa saman?

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur | 7. október 2023

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er …
Áslaug Kristjánsdóttir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf. Ljósmynd/Samsett

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá unglingamömmu sem er nánast hætt að sofa hjá unglingapabbanum því afkvæmin eru alltaf vakandi. 

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá unglingamömmu sem er nánast hætt að sofa hjá unglingapabbanum því afkvæmin eru alltaf vakandi. 

Kæra Áslaug.

Ég er svona þessi dæmigerða tæplega 50 ára kona sem er búin búin að vera með sama manninum í um 26 ár. Fyrir tíu árum var líf okkar mjög kaótískt því þá vorum við með tvö lítil börn og gerðum fátt annað en vinna og hugsa um börnin. Við áttum þá alltaf okkar tíma þegar börnin voru sofnuð. Ég sé núna að það hélt í okkur lífinu að við gætum sofið saman á kvöldin og átt tíma fyrir okkur.

Núna eru börnin orðnir unglingar og eru farin að vaka lengur en við. Við höfum því engan tíma til að rækta okkur og þegar fólk sefur svona sjaldan saman þá gliðnar allt í sundur og löngun virðist bara hverfa. Ég hef rætt þetta við vinkonur mínar og þær segja mér að sleppa bara tökunum. Ég get bara ekki verið róleg og notið þess að elskast þegar ég veit að unglingunum glaðvakandi í næstu herbergjum. Ég vildi auðvitað geta verið alltaf í útlöndum með manninum mínum en við höfum ekki efni á því. Hvað getur svona fólk eins og við gert til þess að eignast eðlilegt hjónalíf aftur?

Kveðja,

SM

Áslaug er höfundur bókarinnar Lífið er kynlíf.
Áslaug er höfundur bókarinnar Lífið er kynlíf.

Kæra SM,

Ég tek undir það að þið eruð dæmigert par í þeirri stöðu sem er á heimilinu ykkar núna. Mörgum þykir erfitt að læsa hjónaherberginu og ná þeirri ró sem þarf til að hægt sé að stunda kynlíf. Það er bæði óþægilegt að heyra í unglingum frammi og að trúa því að þeir átti sig því hvað er að gerast inni í svefnherbergi. Mín reynsla er þó sú að fæstir unglingar eru að fylgjast náið með foreldrum sínum og sitja jafnvel lokaðir inni í herbergi með heyrnartól. Hættan er því líklega ofmetin hjá flestum foreldrum. En það á svo sem við um flest það sem við kvíðum eða óttumst.

Sumum sem ég hef unnið með í svipaðri stöðu hefur gengið vel að taka frá tíma að degi til. Gjarnan festast pör í því að stunda kynlíf á kvöldin og sérstaklega þegar lítil börn eru á heimilinu. Ef þið hafið möguleika á því að eiga stefnumót að degi til heima án barna getur það reynst gott ráð.

Aðrir hafa þjálfað sig í því að ná ró inni í herbergi þrátt fyrir að unglingarnir séu heima. Það má nota ýmsar aðferðir til slökunar og jafnvel hafa tónlist á til að heyra síður í því sem gerist frammi. Ég hef gefið pörum æfingar sem miða að því að gleyma sér í skynjun snertinga. Sú leið hefur skilað góðum árangri. Þá er yfirleitt verulega hjálplegt að hægt sé að læsa herberginu svo ekki sé vaðið þar inn þegar síst skyldi.

Að eiga gott hjónalíf með unglinga á heimilinu krefst sannarlega útsjónarsemi og tilraunamennsku. Þegar það reynist sem erfiðast er gott að minna sig á að unglingsárin eru tímabil.

Kær kveðja,

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Áslaugu spurningu HÉR. 

mbl.is