Splunkunýtt björgunarskip Landsbjargar

Öryggi sjófarenda | 7. október 2023

Splunkunýtt björgunarskip Landsbjargar

Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík var í dag afhent nýtt björgunarskip, Jóhannes Briem, sem kemur frá skipasmíðastöðinni Kewatec í Finnlandi.

Splunkunýtt björgunarskip Landsbjargar

Öryggi sjófarenda | 7. október 2023

Björgunarskipið var afhent björgunarsveitinni Ársæli í dag.
Björgunarskipið var afhent björgunarsveitinni Ársæli í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík var í dag afhent nýtt björgunarskip, Jóhannes Briem, sem kemur frá skipasmíðastöðinni Kewatec í Finnlandi.

Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík var í dag afhent nýtt björgunarskip, Jóhannes Briem, sem kemur frá skipasmíðastöðinni Kewatec í Finnlandi.

Skipið er með ganghraða allt að 30 sjómílur, knúið áfram af tveimur öflugum Scania díselvélum og snigildrifum. 

Skipið, líkt og systurskip þess, er hlaðið nútíma tæknibúnaði, hitamyndavél, botnsjá en auk þess er aðbúnaður áhafnar er allur miklu betri en í eldri skipum félagsins.

Við athöfnina í dag var jafnframt tilkynnt að Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur lagt inn pöntun hjá Kewatec um smíði fjórða skipsins, sem verður staðsett á Snæfellsnesi.

mbl.is