Skipverji á Erlingi KE-140 slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í sérta þegar skipið var á netaveiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa starfað í aðeins einn og hálfan mánuð til sjós áður en hann lenti í slysinu.
Skipverji á Erlingi KE-140 slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í sérta þegar skipið var á netaveiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa starfað í aðeins einn og hálfan mánuð til sjós áður en hann lenti í slysinu.
Skipverji á Erlingi KE-140 slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í sérta þegar skipið var á netaveiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa starfað í aðeins einn og hálfan mánuð til sjós áður en hann lenti í slysinu.
Erling KE var á netaveiðum á Faxaflóa í þokkalegu veðri en þungri öldu þegar slysið átti sér stað. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa að áhöfnin hafi verið að leggja net en búið var að leggja tvær trossur og verið að leggja þá þriðju.
Netið flæktist hins vegar í sérta og ákvað skipverjinn að losa netið með hendinni. Vettlingur sem hann var með á höndunum flæktist í netinu og sneri honum með þeim afleiðingum að hann fór með vinstri fót í bugt sértanns sem lá á þilfarinu. Skipverjinn dróst svo með sértanum upp að burðarbita fyrir niðurleggjarann og klemmdi þar fót og hönd.
Skipstjórinn er sagður hafa strax séð í eftirlitsmyndavél það sem atvikaðist og hóf að bakka skipinu á fullri ferð til að minnka átakið. Heyrði annar í áhöfninni öskur skipverjans og sá skipafélaga sinn flæktan. Hljóp hann aftur eftir og greip hníf á leiðinni og skar skipverjann lausan. Áverkar hans eru sagðir hafa verið alvarlegir.
Í nefndaráliti Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að verklag sem viðhaft var um borð Erling KE hafi verið áhættusamt og boðið upp á slysahættu. Vakin er þó athygli á því að frá slysinu hefur verklagi verið breytt.
„Þegar verið er að leggja net á aldrei að handleika nokkurn þann búnað sem er að renna í sjó. Ef nauðsynlegt er að halda við sérta þarf að finna aðra lausn,“ segir í sérstakri ábendingu nefndarinnar.