Þetta þarft þú að vita um veggjalús og ferðalög

Borgarferðir | 12. október 2023

Þetta þarft þú að vita um veggjalús og ferðalög

Skæður faraldur veggjalúsa (e. bedbugs) hefur yfirtekið borg ástarinnar, París í Frakklandi, á undanförnum vikum og gert líf íbúa og ferðalanga í borginni leitt. Veggjalús er ekki eftirsóknarverður bólfélagi og hafa margir áhyggjur af því að faraldurinn gæti borist til annarra landa.

Þetta þarft þú að vita um veggjalús og ferðalög

Borgarferðir | 12. október 2023

Krökkt er að veggjalús í París um þessar mundir.
Krökkt er að veggjalús í París um þessar mundir. Ljósmynd/Unsplash/Louis Paulin

Skæður faraldur veggjalúsa (e. bedbugs) hefur yfirtekið borg ástarinnar, París í Frakklandi, á undanförnum vikum og gert líf íbúa og ferðalanga í borginni leitt. Veggjalús er ekki eftirsóknarverður bólfélagi og hafa margir áhyggjur af því að faraldurinn gæti borist til annarra landa.

Skæður faraldur veggjalúsa (e. bedbugs) hefur yfirtekið borg ástarinnar, París í Frakklandi, á undanförnum vikum og gert líf íbúa og ferðalanga í borginni leitt. Veggjalús er ekki eftirsóknarverður bólfélagi og hafa margir áhyggjur af því að faraldurinn gæti borist til annarra landa.

Ferðavefur Condé Nast Traveller tók á dögunum saman algengar spurningar ferðalanga og birti í samantektargrein um veggjalús og ferðalög. 

Af hverju eru svona margar veggjalýs í París?

Parísarborg er mest heimsótta borg heims, en árið 2022 heimsóttu yfir 44 milljónir ferðalangar borgina. Hún virðist þó ekki einungis vera vinsæl meðal ferðalanga heldur einnig meðal veggjalúsa, en á árunum 2017 til 2022 voru meira en eitt af hverjum 10 frönskum heimilum sem tilkynntu um sníkjudýr.

Fjölgun veggjalúsa í borginni er talin stafa annars vegar af auknum ferðalögum og hins vegar af auknu viðnámsþoli veggjalúsa gegn skordýraeitri. Það þýðir að veggjalúsin hefur stökkbreyst og orðið ónæm fyrir eitrinu sem vanalega er notað til að eyða þeim. 

Veggjalúsin heldur sig í dýnum, sængum og rúmbotnum og bíður eftir því að fólk fari að sofa, en þá fer hún á flakk og nærist á blóði úr mannfólki. Hins vegar getur hún líka ferðast á milli landa með mönnum, til dæmis í fötum, ferðatöskum og handfarangri.

Veggjalúsin hefur tekið yfir Parísarborg og gert líf íbúa og …
Veggjalúsin hefur tekið yfir Parísarborg og gert líf íbúa og ferðalanga borgarinnar leitt. Ljósmynd/Unsplash/Noah Schott

Hvernig get ég forðast veggjalús?

Það eru nokkrar leiðir til að forðast veggjalýs, en ferðavefur mbl.is tók saman helstu ráðin sem gefin hafa verið til þessa. Til dæmis er mælt með því að fólk setji ferðatöskur ekki á rúmið heldur geymi þær inni á baðherbergi og að setja öll ferðafötin í plastpoka.

Hvernig sé ég hvort það sé veggjalús á hótelherberginu mínu?

Gott er að athuga hvort veggjalús sé á hótelherberginu áður en farið er að sofa, en til þess að gera það eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga. 

  • Skoðaðu dýnuna vel. Ef þú sérð nokkra litla ryðlita punkta á dýnunni gæti það verið úr gömlum krömdum veggjalúsum.
  • Athugaðu hvort þú sjáir egg frá veggjalúsum. Þau eru fölgul á litinn og um það bil einn millimeter á breydd.
  • Finnur þú myglulykt? Lyktin sem veggjalús gefur frá sér er oft auðgreinanleg og líkist helst óhreinni, gamalli eða myglaðri lykt.
Mælt er með að fólk athugi hvort það sjái einhver …
Mælt er með að fólk athugi hvort það sjái einhver ummerki um veggjalús áður en það fer að sofa. Ljósmynd/Unsplash/Andrea Piacquadio

Getur veggjalúsin ferðast frá París til annarra landa?

Síðastliðna helgi ræddi blaðamaður mbl.is við Steinar Smára Guðbergsson meindýraeyðir um stöðu mála hér á Íslandi. Steinar segir mikla fjölgun hafa verið á veggjalús hér á landi á undanförnu ári og að meira flakk á fóki milli landa og innanlands sé ástæðan.

„Nú er mikil pressa á frönsk yfirvöld að hefja markvissar aðgerðir gegn óværunni, og ég held að hérna á Íslandi megi alveg fara að tala um faraldur í þessu sambandi líka,“ sagði Steinar í samtali við mbl.is.

Útbreiðsla veggjalúsa hefur einnig verið áberandi í öðrum löndum í Evrópu, en í Bretlandi var til að mynda 65% aukning á veggjalús frá 2022 til 2023 að því er fram kemur á Sky News.

Margar borgir virðast vera að kljást við fjölgun á veggjalús.
Margar borgir virðast vera að kljást við fjölgun á veggjalús. Ljósmynd/Unsplash/Dan Novac
mbl.is