Blaðamannafundur fyrir ríkisráðsfund á morgun

Blaðamannafundur fyrir ríkisráðsfund á morgun

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11, en áætla má að þar verði tilkynnt um þær breytingar sem verði á ríkisstjórninni í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði af sér. Kom sú ákvörðun hans eftir álit umboðsmanns Alþingis vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Blaðamannafundur fyrir ríkisráðsfund á morgun

Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra | 13. október 2023

Formennirnir þrír, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhansson. …
Formennirnir þrír, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhansson. Þau munu halda blaðamannafund á morgun klukkan 11 og svo í kjölfarið halda á ríkisráðsfund á Bessastöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11, en áætla má að þar verði tilkynnt um þær breytingar sem verði á ríkisstjórninni í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði af sér. Kom sú ákvörðun hans eftir álit umboðsmanns Alþingis vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11, en áætla má að þar verði tilkynnt um þær breytingar sem verði á ríkisstjórninni í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði af sér. Kom sú ákvörðun hans eftir álit umboðsmanns Alþingis vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að það séu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra sem boði til fundarins, en það eru þau Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Fundurinn fer fram í Eddu, húsi íslenskunnar.

Í kjölfarið halda formennirnir, auk annarra ráðherra, til Bessastaða, en klukkan 14:00 á morgun hefur verið boðað til ríkisráðsfundar. Fer þar fram formleg breyting á ráðherrastólum.

mbl.is