Góður fundur til að ræða ágreining

Góður fundur til að ræða ágreining

„Þetta var mjög góður fundur. Eindregni og samstaða. Verkefnið fram undan er stórt og sá mikli árangur sem þessir flokkar hafa náð á síðastliðnum sex árum er góður grunnur að því að klára kjörtímabilið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, að loknum vinnufundi stjórnarflokkanna á Þingvöllum.

Góður fundur til að ræða ágreining

Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra | 13. október 2023

Sigurður Ingi á Þingvöllum í morgun.
Sigurður Ingi á Þingvöllum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var mjög góður fundur. Eindregni og samstaða. Verkefnið fram undan er stórt og sá mikli árangur sem þessir flokkar hafa náð á síðastliðnum sex árum er góður grunnur að því að klára kjörtímabilið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, að loknum vinnufundi stjórnarflokkanna á Þingvöllum.

„Þetta var mjög góður fundur. Eindregni og samstaða. Verkefnið fram undan er stórt og sá mikli árangur sem þessir flokkar hafa náð á síðastliðnum sex árum er góður grunnur að því að klára kjörtímabilið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, að loknum vinnufundi stjórnarflokkanna á Þingvöllum.

Nú hefur mikið verið talað um ágreining innan stjórnarflokkanna, er það eitthvað sem var tekið fyrir á fundinum?

„Já, þetta var einmitt mjög góður fundur til þess. Svona vinnufundir þessara sameiginlegu þingflokka eru auðvitað eins og vinnufundir í fyrirtækjum og félögum. Hann er gerður til þess að þétta raðirnar, til þess að fólk geti talað saman um hvað betur má fara. Þessi fundur var mjög góður í því.“

mbl.is